Forsendur ríkisstjórnar mega ekki ráða

Ekki gengur að forsætisráðherra boði til fundar með stjórnarandstöðu og forsvarsmönnum hagsmunaaðila almennings á forsendum ríkisstjórnarinnar.

  • Taka verður ákveðið á skuldavanda heimilanna og veita þeim þá úrlausn sem bankarnir fengu í upphafi er þeir keyptu íbúðaskuldabréf.
  • Taka þarf á atvinnuleysinu. Forsætis- og fjármálaráðherra hreykja sér af því að atvinnuleysi hafi minnkað. Það er rangt. Fólk er annars vegar tekið með valdi af atvinnuleysisskrá og hins vegar hefur fólk flutt úr landi og hefur þar með farið af skránni alræmdu.
  • Taka þarf á málefnum fyrirtækja í landinnu sem í hrönnum eru hrakin í gjaldþrot af þessum nýju bönkum.
  • Falla þarf frá atlögu ríkisstjórnarinnar gegn heilbrigðisstofnunum landsbyggðarinnar sem hafa mun í för með sér byggðaflótta og atvinnuleysi.
  • Boða þarf til nýrra kosninga en fram að þeim verði starfandi í landinu þjóðstjórn. sem taki á ofangreindu. 

Geti ríkisstjórnin samþykkt þetta þá er hugsanlega hægt að ræða við hana. 


mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Er ekki full ástæða til þess - einmitt núna,- að auka þrýsting á kröfur um að forsetinn skipi utanþingsstjórn, ... og í embætti ráðherra verði valdir menn úr atvinnulífinu, en ekki úr röðum núverandi þingmanna ?

Að mínu mati, þá er skipun utanþingsstjórnar rétta leiðin til þess að reisa við efnahag landsins og koma þjóðinni út úr skuldafeninu.

En þá kemur upp ný stór spurning, en hún er; - hvort núverandi 32 Alþingismenn fáist til þess að styðja við ráðherrana í utanþingsstjórn og verja þá stjórn falli ?

Eða, getur forsetinn skipað utanþingsstjórn, jafnvel þótt færri en 32 þingmenn styðji þá stjórn ?

Tryggvi Helgason, 5.10.2010 kl. 08:36

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tek undir með Tryggva að Utanþingsstjórn er besti kosturinn.

Tek einnig undir alla þá punkta sem þú Sigurður ritar hér að ofan, en þetta þarf að gerast núna, þeir eru búnir að fá allt of langan tíma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2010 kl. 08:43

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Tryggvi, bestu þakkir fyrir innlitið. Fyrir það fyrsta forsetinn getur ekki haft frumkvæði að skipun ríkisstjórnar nema sú sem fyrir er hafi misst meirihlutann. Þá kemur að því að þingið velur ríkisstjórn og svo framarlega sem hún nýtur meirihluta getur forsetinn ekkert gert. Jafnvel utanþingsstjórn verður að hafa meirihluta þings á bak við sig eða hlutleysi þeirra.

Persónulega líst mér illa á utanþingsstjórn. Þingið á að skipa ríkisstjórn og hún á að bera ábyrgð gagnvart þinginu og ekki síst kjósendum. Utanþingsstjórn gerir hvorugt.

Hugmyndina skil ég svo sem. Gott væri að fá ferskt fólk sem tæklar málin á annan hátt en þrætubókarsinnaðir þingmenn. Hins vegar ber á það að líta að þingið á að ræða málin og komast að niðursstöðu, í því er lýðræðið fólgið með öllum þrætum og klækjum og líka heiðarlegum skoðanaskiptum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.10.2010 kl. 08:43

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæl aftur Guðrún. Ríkisstjórnin hefur þráast við frá því að Icesave samningurinn var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá hefðu hún átt að segja af sér og spara þjóðinn þær hörmungar sem hún gengur nú í gegnum vegna vangetu og heimsku.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.10.2010 kl. 08:45

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Utanþingstjórn er fráleitur kostur ekiki vegna þess að það er vondur kostur, að minu mati er það það eina sem hægt er að gera með viti. en þar sem forsetinn sjálfur er af stjórnmálasettinni þá mun hann aldrei skipa utanþingstjórn, jafnvel þó að allir aþingismenn eru ekki starfi sínu vaxnir

Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 09:12

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Satt er það Sigurður, svo er það að maður hefur ekki vit á því í raun hvað er best, þar sem við höfum ekki í okkar tíð upplifað slíkar aðstæður, bara lesið um það í sögunni.

Við vonum hið besta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2010 kl. 09:29

7 Smámynd: Tryggvi Helgason

Sæll Sigurður og þakka þér fyrir þín skrif. Ég held að aðalreglan eftir kosningar sé sú, að forseti leiti eftir þingmanni sem telji sig hafa meirihluta þingmanna á bak við stjórnarmyndun og að sá þingmaður hafi þar með möguleika til þess að mynda stjórn. Sá þingmaður velur þá menn í ráðherrastöðurnar og ef allt gengur upp, þá skipar forsetinn þessa menn í ríkisstjórn.

En málið er, að samkvæmt stjórnarskránni, þá á valdið að vera greinilega aðskilið, og það vill segja að sami maður á ekki að vera hvor tveggja í senn á sama tíma; þingmaður og ráðherra, - samkvæmt mínum skilningi.

Það er ekkert rangt við það, að þingmaður sé valinn í stöðu ráðherra, en ég tel að sá maður eigi þá að segja af sér þingmennsku það sem eftir er af því kjörtímabili.

Samkvæmt mínu mati þá tel ég, - að sá þingmaður sem er falið að velja menn í stjórn, geti að sjálfsögðu valið suma, eða alla, utan raða þingmanna og lagt fyrir forsetann, en þá kemur aftur til kasta meirihluta þingsins að styðja þá stjórn, eða lýsa hlutleysi, en heita því að verja stjórnina falli.

Auðvitað má velja alla ráðherrana úr röðum þingmanna, en þeir eiga þá jafnframt að segja að sér þingmennsku. Ef það gerist þá er komin sama niðurstaðan og sú sem ég tel vera æskilegust.

Það er; - að ríkisstjórnin sem við erum þá komin með, er þá hrein "utanþingsstjórn".

Tryggvi Helgason, 5.10.2010 kl. 14:29

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er allt rétt hjá þér, Tryggvi, svo langt sem það nær. Íhlutun forseta er í raun engin svo fremi sem þingi kemur sér saman um meirihluta. Þá bera forseta að staðfesta það, hann getur ekki lagst gegn ríkisstjórn sem styðst við meirihluta þingsins.

Það eru kostir og gallar við að ráðherra sé ekki þingmaður. Ég get bara ekki séð að við þurfum utanþingsstjórn miðað við stöðuna í dag.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.10.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband