Mörður mannasættir ...

Nú talar hver stjórnaringmaðurinn um annan þveran um nauðsyn þess að ræða þurfi við stjórnarandstöðuna og hagsmunaaðila almennings til að ná lendingu í kreppu ríkisstjórnarinnar. Sammerkt eiga þeir allir að nú á að ræða málin á forsendum ríkisstjórnarinnar. Þeirrar hinnar sömu og er með það á stefnu sinni að ræða alls ekki við Sjálfstæðisflokkinn, helst ekki við heimilin og alls ekki við aðra en þá sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkir.

Mörður Árnason er einn af þessum mönnum sem svosum vilja tala við aðra, enda einn af þeim sem fann upp orðið samræðustjórnmál. Hann gerir sér hins vegar ekki grein fyrir því að hann og aðrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar á þingi hafa fyrir löngu fyrirgert öllum rétti á samstarfi. Þeir hafa haft  tæp tvö ár til að vinna gegn bankahruninu. Jú, líklega er Mörður leyinvopn ríkisstjórnarinnar. Hann hefur lengi reynst vera hinn mesti mannasætti í landinu ... hann gæti líklega sameinað stefnu hagsmunaaðila, ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu í hina einu réttu stefnu.

Sátt er ekki í augsýn við núverandi ríkisstjórn. Til þess er hún alltof langt komin á þeirri braut að ganga erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gegn hagsmunum almennings og ekki síst landsbyggðarinnar. Um það vitnar framlagt fjárlagafrumvarp.


mbl.is Mörður: Venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Góður.

Munum bara að ræðumenn margir í stefnuræðum sínum töluðu öðru orðinu um að auka þyrfti lýðræðið og bein áhrif almennings og breyta stjórnarskrá en samt vilja þeir ekki kosningar því þeir telja ranga niðurstöðu koma út úr þeim.

Furðulegt samansafn af "do gooders"

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 5.10.2010 kl. 20:17

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Persónulega tel ég að kjósa þurfi til þings fyrir jól.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.10.2010 kl. 20:23

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þé segir Sigurður:

„Þeir hafa haft tæp tvö ár til að vinna gegn bankahruninu“!!!!!?????

Hvað áttu við? Ertu ekki að rugla saman orsök og afleiðingu? Núverandi ríkisstjórn ber enga ábyrgð á bankahruninu. Það ber hins vegar Geir Haarde og félagar hans.

Núverandi ríkisstjórn er að glíma við þann feyknamikla vanda sem er afleiðing bankahrunsins. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt allt af mörkum til að leggja steina í götu ríkisstjórnarinnar.

Kosningar leysa engan vanda. Hverjir eru valkostirnir? Hægri menn munu ábyggilega skrúfa allt til baka á ný, draga fjöður yfir alla glæpina sem voru framdir gagnvart þjóðinni og byrja nýtt gervi góðæri með nýjum botnlausum álversframkvæmdum. „Öll eggin í sömu körfuna“ mætti nefna það glapræði.

Hvernig væri að hugsa allt þetta upp á nýtt?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2010 kl. 00:59

4 identicon

Ég man ekki betur en ad samfylkingin hafi verid hluti af fyrri ríkisstjórn, med màlaflokk bankanna à sinni könnu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 06:40

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Guðjón Sigþór: "Hægri menn munu ábyggilega skrúfa allt til baka á ný, draga fjöður yfir alla glæpina sem voru framdir gagnvart þjóðinni og byrja nýtt gervi góðæri með nýjum botnlausum álversframkvæmdum"

Er þetta lýðræðisást þín? Reyna að koma í veg fyrir að meirihluti fái að komast að ef þú heldur að hann sé á annarri skoðun en þú og þínir?

Hefur þér dottið í hug að kannski þurfi þetta álver ef við viljum halda skattgreiðendum í landinu?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 6.10.2010 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband