Uppgjöf í ríkisstjórnarflokkunum

Uppgjöf er í ríkisstjórnarflokknum. Það mátti glöggt sjá og heyra og fasi og ræðum ráðherrana.

Forsætisráðherra er hokin og meinar greinilega ekkert með því sem hún segir, hún ber ekki með sér sannleikann.

Fjármálaráðherra er tekinn og þreyttur. Hann hefur líka orðið ber að óheilindum í hverju málinu á fætur öðrum. Ræða hans var aumari er allt sem aumt er.

Hann gat engu lofað þjóðinni öðru en að misserin haldi áfram að koma, hvert á fætur öðru. Var hann beðinn um staðfestingu á því eða leiðréttingu.

Nýi heilbrigðisráðherrann flutti gamla ræðu sem einhver af forverum hans hafði gleymt í ráðuneytinu. Hann skildi ekki ræðuna enda var hún einhvers konar tækifærisræða vegna löngu gleymds tilefnis.

Takið svo eftir því hverja Vinstri grænir velja til málflutnings, nýliðann í þingliðinu, Jórunni Einarsdóttur, ekki þungaviktarmenn, staðgengil hins alræmda Atla Gíslasonar sem er farinn í frí. Frí, frá hverju, stjórn landsins?

Og tóku sjónvarpsahorfendur eftir samfylkingarþingmanninum Valgerði Bjarnadóttur. Var hún eldheit í stuðningi sínum við ríkisstjórnina, sannfærð um aðhún væri að gera rétta hluti? Nei, þvert á móti benti allt fas hennar til hins gagnstæða. Hún hefur fyrir löngu gefist upp á óvinnandi verkefni.

Ólafur Þór Gunnarsson, annar nýliði VG á þingi, var alls ekki sannfærandi. Hann ræddi fátt um stefnu ríkisstjórnarinnar en gerði eins og Valgerður Bjarnadóttir, höfðaði til samvinnu milli flokka í stað þess að halda fram stefnuleysi ríkistjórnarinnar. Gott hjá þeim báðum. Hverjar skyldu svo efndirnar verða hjá þessum tveimur þingmönnum? Jú, að aðrir vinni með ríkisstjórninni á forsendum ríkisstjórnarinnar. Það verður aldrei héðan af.

Ríkisstjórnin er greinilega dáin, hún veit bara ekki af því. 


mbl.is Metfjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ekki er að sjá að mikill vindur sé í stjórnarandstöðunni, nema hjá Þór. Hann kemur út sem maður kvöldsins, maður fólksins, maður framtíðarinnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.10.2010 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér fannst ræða Jóhönnu vera nokkuð góð og vel flutt. Sama má segja um ræðu Steingríms og fjölda annarra, nema auðvaldskellingarinnar sem er auðvitað gift forstjóra Alkóa á Íslandi.

 Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2010 kl. 21:27

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Svanur. Já, ég er sammála þér. Það er vindur í Þór ... Mér þótti nú merkilegast það sem einn þingmaðurinn sagði að lausnir ættur að taka mið af fólki ekki kerfi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.10.2010 kl. 21:28

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Merkilegt ef rétt er ef ræða verður fyrir það eitt léleg að maki höfundar og flytjanda sé forstjóri Alkóa.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.10.2010 kl. 21:31

5 Smámynd: Björn Jónsson

Mikið skelfing eigið þið bágt í kvöld þið KOMMA-TITTIR

Björn Jónsson, 4.10.2010 kl. 21:32

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Uss, Björn. Meira að segja Manu áhangendur verða að gæta orða sinna inni á blogginu mínu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.10.2010 kl. 21:34

7 Smámynd: Ólafur Vigfús Ólafsson

Já ok! Ekki það að ég sé e h vinstri maður. en hvað hefur þú í huga hana okkur? Bjarna Ben kannski? þann gjörspilta mann sem var að makka með werners bræðrum? Nú eða kannski Davíð bara aftur? Komdu með lausnina fyrir okkur

Ólafur Vigfús Ólafsson, 4.10.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband