Stefnuræðan veldur vonbrigðum.

Ræða forsætisráðherra olli verulegum vonbrigðum. Margir bjuggust við að hún myndi nú nota tækifærið og boða lausnir á þeim vanda sem hagsmunasamtök almennings hafa krafist og er ástæðan fyrir því að fólk safnast nú saman til mótmæla á Austurvelli.

Nei, ríkisstjórnin bregst vonum. Hún virðist ekki hafa nokkrar einustu lausnir en þessar gömlu, hallærislegu og gagnslausu kreddur sem vinstrimenn allra tíma hafa boðað. Svo þegar völdin komast í hendur þessa fólks þá gerist ekkert, uppgjöfin er algjör og það veldur upplausn í þjóðfélaginu.

Með nýju fjárlagafrumvarpi mun ríkisstjórnin setja landsbyggðina á höggstokkinn, gera fyrirvinnu þúsunda fjölskyldna atvinnulausa og eyðileggja það sem eftir er af fyrirtækjum landsins.

Það breytir engu þótt fjármálaráðherra gráti og lofi vori að loknum vetri. Vor verður aldrei verk hans, þau eru slæm, verk ríkisstjórnarinnar eru ómögulegar. Það þarf nýtt fólk með nýjar lausnir. 

Er ekki kominn tími á þingkosningar? 


mbl.is Bankarnir hafa dregið lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Áttir þú von á einhverju vitrænu????

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.10.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, eiginlega gerði ég það. Í það minnsta hefði ég reynt að gera „eitthvað“ hefði ég verið í svona aðstöðu. „Eitthvað“ er alltaf miklu betra en ekki neitt. Og við þurfum svo sannarlega á því að halda að stjórnvöld láti hendur standa fram úr ermum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.10.2010 kl. 23:38

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þú hefðir - já - en hún hefur ekkert til þess

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2010 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband