Fagnar ríkisstjórnin aftur of snemma?

Þetta eru nokkrar fréttir enda má gera ráð fyrir að stjórnvöld hafi lært eitthvað af þeirri reynslu sinni að fagna of snema. Það hefur þó nokkrum sinnum gerst og í kjölfarið hefur ríkisstjórn vinstri manna séð sér sæma að láta fylgja hótanir ef samningar verði ekki samþykktir.

Fjármálaráðherra var fyrir rúmum einu og hálfu ári of fljótur á sér og fagnaði góðum samningi um Icesave. Þá mátti varla ræða hann. Hann komst þó ekki hjá Alþingi og samningur var ræddur til þrautar og síðan samþykkur með litlum mun. Þá var áróðurinn á þann veg að ganga þyrfti frá honum sem fyrst þó svo að landið allt léki á reiðiskjálfi. Forseti Íslands synjaði lögunum um Icesave um samþykki sitt og í kjölfarið var hann kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú halda stjórnvöld því fram að góður árangur hafi orðið í viðræðunum við Breta og Hollendinga. Trúi því hver sem vill. Það væri þó nærri kraftaverk ef ríkisstjórn kæmi í þriðja sinn með lélegan samning um Icesave. Það verður banabiti hennar standi ekki annað áður í henni.


mbl.is Árangur í Icesave-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband