Ríkisstjórnin leggur Húsavík í einelti

Samdráttur í opinberum störfum á landsbyggðinni mun leiða til fækkunar. Sá lærdómur hefur fengist af fólksfækkun víðast um landi er að missi annað hjóna starf eru litlar líkur á því að það fái annað við hæfi, sérstaklega ef um sérhæft starf er að ræða. Þess vegna flytja hjón burtu þangað sem verulegar líkur eru á að bæði fái störf við hæfi. Uppsaganir 40 starfsmanna við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík má margfalda með þremur til fjórum. Hætta er á að allt að 160 manns flytjist á brott úr Þingeyjarsýslum.

Niðurskurður ríkisstjórnarinnar í heilbrigðisstofnunum víða um land mun án efa leiða annað hvort til viðvarandi atvinnuleysis eða fólksfækkunar. Þó getur ríkisstjórnin líklega haldið því fram að enga atvinnu sé að fá í á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna verði ekki um fólksfækkun að ræða til dæmis á Húsavík.

Vandamál Þingeyinga er hinn stóri vandi þjóðarinnar sem er ríkisstjórnin. Við erum fyrir löngu komin yfir hrunið en ríkisstjórnin þráast við. Hún sinnir ekki atvinnuuppbyggingu eða hvetur til verðmætasköpunar. Ráð hennar eru úrelt og til tómra vandræða. Niðurskurður á fjárlögum sem leiðir til atvinnuleysis, brottflutnings af landsbyggðinni og lakari heilbrigðisþjónustu. Við þetta er ekki búandi.

Ástæða er til að hvetja Þingeyinga til að berjast hatramlega á móti ríkisstjórninni. Að þeim er sótt víða, ekki aðeins í heilbrigðismálum heldur líka í atvinnumálum. Ekkert það sem Húsvíkingar vilja nær fram að ganga, allt stöðvar ríkisisstjórnin. Ljóst er að þeir hafa orðið fyrir barðinu á alvarlegu einelti ríkisstjórnarinnar.

Er ekki kominn tími á nýjar kosningar? 


mbl.is Borgarafundur boðaður á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll jú og þó fyrr hefði verið og ekki fjórflokk spillingar og einkavinavæðingar!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 13:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það sem þú upptelur er alveg hárétt, tími á kosningar eða að eitthvað rótækt fara að gerast, held að það verði bara að kjósa.

Það sem mér ógnar nú alveg er að fyrir um ári eða svo voru settar á laggirnar hinar ýmsu nefndir, þær áttu að koma með úrlausnir, en sumar af þessum nefndum ef ekki allar hafa jafnvel aldrei haldið fundi,  og svo eru menn hissa á reiði fólks.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2010 kl. 14:49

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, Guðrún. Líklegst má kalla þetta vinnusvik - og var vart á annað bætandi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.10.2010 kl. 14:54

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þetta eru vinnusvik, ég var nú alin upp í því að maður seldi ekki vinnuna sína óhæfur og aldrei mundi maður misnota vinnutímann.

Ég er að sjálfsögðu reið fyrir hönd Norðurþings ég bý hér núna, en er fædd og uppalin í borginni sem er búið að eyðileggja á svo margan hátt með sínum aftur á bak framkvæmdum endalaust.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband