Hörmulega illa staðið að ráðningu framkvæmdastjóra

Í sjálfu sér er ekki flóknara að ráða mann í starf hjá opininberu fyrirtæki eða einkafyrirtæki. Sömu reglurnar gilda að mestu um báðar ráðningar. Það flækir þó málið að hjá hinu opinbera eiga reglur og ferlar að vera gagnsæir. 

Þeir höfðu óskaplega gaman að því vinstri menn að reyna að snýta Sjálfstæðisflokknum vegna ráðninga og héldu því fram að flokksgæðingar fengu stöður frekar en aðrir. Einkum var Björn Bjarnason gagnrýndur fyrir skipun dómara. Þegar grannt var skoðað var það aðeins ein stöðuveiting sem hægt var að gagnrýna og það var ekki Björn sem réð í hana. Allt annað voru staðlausir stafir.

Nú eru hörðustu gagrýnendurnir við kjötkatlana og hafa orðið uppvísir af ótrúlegum æfingum í stöðuveitingum. Og ekki virðist vera hægt að ráða framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs þrátt fyrir að fjöldi hæfra manna hafi sótt um, umsóknarfrestur löngu liðinn og nýr framkvæmdastjóri ætti að vera tekinn til starfa. 

Vinstri menn hafa fallið flatir ofan í þann pytt sem þeir vildu af hjartans einlægni að Sjálfstæðismenn hefðu verið að svamla í. Þeir grípa nú til þess að auglýsa aftur eftir framkvæmdastjóra rétt eins og það sé einhver lausn. Þvert á móti er það uppgjöf og ótrúleg vanvirðing við þá sem sóttu um í fyrra skiptið. Gegn vilja sínum hefur það ágæta fólk, hvar í flokki sem það stendur, verið misnotað sem statistast í lélegu leikriti.

Mikilvægast að stjórnvöld hafa gefist aftur upp á ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs og þar með er komin viðurkenning á ráðningin átti að vera pólitísk.

Er ekki kominn tími á þessa ríkisstjórn? 


mbl.is Aftur auglýst eftir framkvæmdastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Guðmundsson

Hve lengi á þjóðin að sitja uppi með pólitískt ráðna ónytjunga ?

Axel Guðmundsson, 2.10.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband