Fótboltafréttir í Mogganum mættu vera betri

Alfreð Finnbogason er tvímælalaust vel að þessari viðurkenningu kominn og ástæða er til að óska honum til hamingjum. Hins vegar er enn ríkari ástæða til að gagnrýna Morgunblaðið fyrir fréttir sínar af knattspyrnunni í sumar. Fyrir þá sem ekki eiga mögueika á að vera á staðnum og fylgjast með leikjum af áhorfendapöllum eða í sjónvarpi eru greinar íþróttafréttamanna Morgunblaðsins stundum ekki nógu góðar.

Nú orðið eru leikjum ekki lýst heldur plássið notað fyrir viðtöl eða hugleiðingar. Því læðist að manni sá grunur að þeir hafi ekki verið viðstaddir þá leiki sem skrifað er um. Sé svo er hreinlegast að segja frá því en þá er ómögulegt fyrir fréttamanninn að dæma einstaka leikmenn og veita þeim emm.

Sem trúfastur lesandi  knattspyrnufrétta Moggans kemur oft fyrir að ég fæ litla tilfinningu fyrir því hvernig knattspyrnuleikurinn þróaðist, hvernig einstakir leikmenn stóðu sig og hvernig mörk urðu til eða aðrir atburðir á vellinum eins og brot eða dómar. Þetta er slæmt því íþróttafréttamenn hljóta að vera sérfræðingar í knattspyrnu og eiga að varpa hlutlausu ljósi á leikina, upplýsa lesandann.

Emmin margumræddu hafa því miður gengisfallið. Ekki virðist vera nein regla í veitingu þeirra heldur virðist þeim annað hvort vera dreift af ótrúlegri gjafmildi meðal leikmanna eða þeim sáldrað upp í vindinn. Hér er ég ekki að tala um hina knáu sóknarmenn íslenska boltans, hetjutenórana sem allir fylgjast með, heldur hina sem fylla töluna, eru þátttakendur í því að eitt lið stendur sig betur en annað. Markmenninga, vörnina, miðverðina, kanntmennina og alla þessa sem sinna sínum hlutverkum svo einhver megi nú skora mark. Og hvernig er það með þjálfarana, eru þeir ekki ómissandi hluti af liði sínu, eiga þeir ekki skilið emm fyrir frammistöðu sína?

Raunar finnst mér einkunnagjöf Fréttablaðsins alls ekki svo vitlaus. Þar fá leikmenn einkunn og með henni fæst nokkuð skilmerkileg mynd af stöðu liðsins sem heildar.

Ég vona svo að íþróttadeildin taki þessa gagnrýni ekki óstinnt upp því vinur er sá er til vamms segir. 


mbl.is „Þarf nýja áskorun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband