Og þetta voru vinir hennar ...
1.10.2010 | 14:51
Furðar sig engan á að Hjörleifur Sveinbjörnsson segi sig úr Samfylkingunni. Hann hefur líklega áttað sig á að með svona vini í farteskinu þurfa menn enga óvini.
Jafnaðarmenn á Íslandi hafa aldrei farið vel með formenn sína. Þeim hefur því sem næst alltaf verið útskúfað þegar móti hefur blásið, ýmist í embætti eða á eftir.
Fyrrum formanni og brautryðjanda þessa ógæfusama flokks hefur nú verið sýnd sú mesta óvirðing sem nokkrum manni getur hlotnast.
Á meðan standa Sjálfstæðismenn sem órofa fylking móti pólitísku áhlaupi á fyrrverandi formann sinn.
Margir Samfylkingarmenn skilja ekki prinsíp og ekki heldur stefnufestu. Ekki þurfa allir Sjálfstæðismenn að vera sammála Geir H. Haarde en allir sjá þeir að málatilbúnaður rannsóknarnefndarinnar og meirihluta Alþingis á hendur honum er kolrangur sem og upphlaupið gagnvart þremenningunum sem sluppu naumlega undan ákæru.
Ég spái því að Samfylkingin klofni nú í kjölfar þessara atburða. Ótrúlegt til þess að vita að vinir Ingibjargar Sólrúnar noti núna tækifærið og stingi hana í bakið.
Hjörleifur sagði sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Farið hefur fé betra en Samfylkingin klofni í frumeindir.
Ragnar Gunnlaugsson, 1.10.2010 kl. 16:08
Ég lít svo á að Sf hafi greitt atkvæði eftir því hvort þingmennirnir hafi talið þau 4 sakhæf eða ekki.
Ef um andlega fötlun er að ræða er fólk t.d. ekki sakhæft.
Er niðurröðunin þá ekki staðfesting á skoðunum Sf varðandi sinn fyrrverani formann og einnig Björgvin?
Geir IS THE MAN - meirihluti þingmanna telur hann sakhæfann og Árna næstum því.
Afstaða Sjálfstæðimanna byggðist á gömlu rugli eins og mannréttindum og heilbrigðri skynsemi. Einnig voru þeir að draga upp þvælu eins og þá að til þess að hægt væri að kæra þyrftu sakarefni að vera til staðar.
Allt voru þetta aukaatriði í gamla Sovétinu og VG fylgir þeim hugsunarhætti að sjálfsögðu. Og hluti Sf.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.10.2010 kl. 07:03
Þú hlýtur að ver að grínast, Ólafur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.10.2010 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.