Ófræðilegt álit stjórnmálafræðings

Ekki virkar þetta nú sannfærandi hjá stjórnmálafræðingnum. Á síðustu áratugum hafa aldrei komið fram stjórnmálaflokkar sem hafa enst. Þessir smáflokkar eiga það eitt sameiginlegt að klikka flestir á grundvallaratriðum; hugmyndabaráttu og eigingirni eða síngirnd stofnendanna. Lítum bara á drusluganginn í Borgarahreyfingunni sem þingmennirnir klufu sig úr og stofnuðu Hreyfinguna. Lítum á samskipti þessara þingmanna í byrjun, baktalið og ruddamennskuna. Hreyfingin hefur enga stefnu og svo virðist sem að hún gangi út á það að eignangri sig frekar en að vinna með öðrum. Næst þegar hún klofnar verður nafnið eflaust stytt í ... ingin og kölluð Engin því hún skiptir ekki nokkru einasta máli í þróun íslenskra stjórnmála eftir hrun.

Það þarf meira til að stofna stjórnmálaflokk en að einhver stjórnmálafræðingur vaði upp á dekk og spái endalokum ríkisstjórnarsamstarfs. Á stjórnmálafræðingurinn þá við að einhverskonar Besti flokkur bjóði fram í næstu þingkosningum? Þá er ég sammála, en sá flokkur mun ekki hafa erindi sem erfiði. Fyrir þjóðinni blasir svipaður flokkur í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann hefur ekkert gert, stefnulaust rekald sem byggir á uppákomum borgarstjórans sem veit ekkert, fylgist ekki með neinu en baðar sig í sviðsljósinu og það kann hann. Því miður skiptir Besti flokkurinn máli í borgarstjórn þar sem hann hefur nógu marga fulltrúa og styðst við Samfylkinguna sem er gagnrýnislaus á samstarfsflokkinn. En að Besti flokkurinn verði leiðarljós til framtíðar er gjörsamlega útilokað. Almenningur lætur ekki plata sig tvisvar í röð.

Líklegst er að stjórnmálafræðingnum langi persónulega í nýja flokka og með viðtalinu sé hann að undirbúa hugsanlegan jarðveg fyrir þá. En þetta álit hans er engu að síður ófræðilegt og grautarlegt.


mbl.is „Skíthræddir“ við nýtt framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband