Gerðar verða enn frekari kröfur til Landspítalans
6.9.2010 | 22:55
Í engu mun Landspítalinn fá að njóta þess að geta sparað. Stjórnvöld munu fullyrða að fyrst hægt hafi verið að reka hann réttu megin við núllið sé hægt að gera betur, jafnvel miklu betur.
Þetta er viðhorf ríkisstjórnarinnar og því má bæta við að þegar ekkert verður hægt að spara lengur svo umtalsvert sé, þá verða kröfurnar um sparnað svo ákafar að næst verði sparað í mannahaldi, fólki verði sagt upp störfum.
Er þetta það sem þjóðin vill? Væri ekki nær að ríkissjóður myndi geta notið þess að fleiri og fleiri geti greitt skatta, að skattstofninn allur muni stækka? Til að svo geti orðið þarf að auka verðamætasköpunina í landinu í stað þess að draga úr henni. Sá hluti almennings sem hefur vinnu verður að sjá að framtíðahorfur séu góðar og treysti hann því mun hann ráðstafa fé sínu í margvíslegar framkvæmdir sem verða atvinnuskapandi og þau fyrirtækis sem til eru munu styrkjast og önnur verða stofnuð. Sama mun gerast ef vinnumarkaður treystir ríkisstjórninni til góðra verka, þá eykst landsframleiðsla og ríkissjóður styrkist hraðar en hann gerir með óhóflegum skattahækkunum.
Vandamálið er hins vera þessi ríkisstjórn sem kennir sig við velferð en hefur einu sinni ekki getu til að sinna þeim málaflokki.
Lækka launakostnað um 973 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við verðum í tómu rymi aðgerðarleysis og vandræða með ráðalaust fólk í stjórn sem aðeins rífur niður en stígur ekki eitt skref í framfaraátt.
góðir pistlar.
Erla Magna
Erla Magna Alexandersdóttir, 7.9.2010 kl. 11:41
Takk fyrir, Erla Magna.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.9.2010 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.