Nýr ráðherra með bein í nefinu ...

gu_bjartur_hannesson.jpg

Nýji ráðherra heilbrigðis-, félags- og tryggingarmála, Guðbjartur Hannesson virðist hinn vænsti maður og er það ábyggilega. Um helgina las ég viðtal við manninn í Fréttablaðinu og varð margs áskynja um stefnu hans í þessu fjármagnsfreka málaflokki. Hér eru nokkrir punktar:

  • Hann er spurður að því hvort hann verði lengur í embættinu en forverar hans og hann svarar: „Nú ræð ég því ekki ...
  • Þá er hann spurður að því hvort ekki sé fyrirséð að starfsfólki í ráðuneytum muni fækka við sameiningu þeirra og ekki stendur á svarinu: „Það verður að koma í ljós ...
  • Blaðamanni leikur forvitni á við vita hvort hægt sé að skera meira niður hjá Landspítalanum og hverju má eiginlega fórna. Ráðherran svarar yfirvegað: „Ég ætla ekki að segja mikið um það akkúrat á þessu stigi ...
  • Ráðherrann er spurður um einkarekna heilbrigðisþjónustu og viðhefur nauðsynlega fyrirvara áður en hann lýkur máli sínu með þessum orðum: „En við skulum sjá hvað er í boði áður en ég fer að taka afstöðu ...
  • Nýji ráðherrann er spurður um gagnrýni á ferlið í kringum ráðningu umboðsmanns skuldara og forstjóra Íbúðarlánasjóðs. Ekki stendur á svörunum: „Ég ætla ekkert að dæma um það ...“
  • Blaðamaðurinn vill ekki sleppa ráðherranum og spyr hvort forveri hans hafi komið of nálægt áðurnefndum ráðningum og yfirvegað svarar nýji ráðherrann: „Ég get ekki dæmt um það ...
  • Loks er nýi ráðherrann spurður hvort hann ætli sér að vera formaður Samfylkingarinnar, að vísu er spurningin loðnari en hér er haldið fram, en ekki er hægt að segja að ráðherrann sé loðinn eða óviss í svari sínu: „Nei, nei, við erum með besta formanninn af öllum stjórnmálaflokum á Íslandi þannig að ég held að aðrir flokkar ættu frekar að huga að formannsskiptum en við.

Eftir lestur viðtalsins fer ekki hjá því að von kvikni í brjósti lesandans um nýja og bjarta framtíð þjóðarinnar undir forystu manns sem tekst nú á hendur að stjórna fjárfrekustu málaflokkum stjórnkerfisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband