Er samdráttur í landsframleiðslu efnahagsleg framþróun?

Menn gleypa við öllu sem kemur frá ríkisstjórninni og fréttamenn virðast ekkert róta sér þó samdráttur verði í landsframleiðslu. Þeir taka til dæmis á móti Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, í morgunútvarpi og hann fær óátalið að halda því fram að allt horfi til góðs vegar í íslenskum efnahagsmálum, þökk sé ríkisstjórninni. Nei, samdráttur í landsframleiðslu er hliðstæður náttúrhamfarir en hann má rekja til hagstjórnarmistaka ríkisstjórnarinnar.

Hversu samdauna geta sumir verið ástandinu. Er allt í lagi að á annan tug þúsunda landsmanna séu á atvinnu? Er það einhver lækning á atvinnuleysinu þó um þrjú þúsund manns fái vinnu yfir sumarið? Er ástandið innan skekkjumarka þegar landsframleiðsla dregst saman um 4%? Er það ásættanlegt að þúsundir landsmanna flytjist til útlanda vegna þess að ekki er neitt starf að finna á landinu?

Tryggvi Þór Herbertsson á lof skilið fyrir að vera gagnrýninn á ríkisstjórnina og krefjast skýringa. Það eina sem vantar í málflutning hans og félaga hans í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er skýr og ákveðin krafa um afsögn þessar handónýtu ríkisstjórnar og nýja þingkosningar. 

 


mbl.is Óskar eftir fundi vegna nýrra hagtalna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já já kosningar takk... ekki seinna en strax!! Þetta er ekki manni bjóðandi lengur!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband