ESB umsóknin veldur þjóðinni álitshnekki

Af öllu þeim hamförum sem núverandi ríkisstjórn hefur tekist að áorka á ekki lengri tíma en einu og hálfu ári lítur út fyrir að ESB umsóknin verði sú sem valdi þjóðinni mestum álitshnekki. Með látum og sýndarmennsku var leyft að leggja umsóknina fram og nú kemur í ljós, rétt eins og með Icesave samninginn, að hvorki er þingmeirihluti fyrir henni né gefa skoðanakannanir til kynna annað en að stór meirihluti sé gegn umsókninni.

Umsóknin er á ábyrgð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, einnig þeirra sem eru á móti aðildarumsókn. Eins og alltaf vaknar órólega deildin í VG bæðu seint og illa og uppgötvar löngu eftir gjalddaga að meðan hún svaf vann flokkurinn að því að tryggja sér ráðherraembættin. Greiðslan var m.a. sú að leyfa aðildarumsókninni að ganga í gegnum þingið.

Þetta allt er svo sem í ágætu lagi. Stjórnin mun ekki halda lengi úr þessu. Þá verður umsóknin dregin til baka.


mbl.is Ekki þingmeirihluti fyrir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já þú ert með þetta á hreinu og það er vel stjórnin er tæknilega fallin og það fyrir löngu það á bara eftir að koma saman og láta þau vita af því!

Sigurður Haraldsson, 15.8.2010 kl. 13:34

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það er spurning með þennan álitshnekki. Í hverju á hann að felast?

Mér er ekki kunnugt um að Norðmenn hafi orðið fyrir nokkrum álitshnekki þó að þeir hafi tvisvar fellt Evrópusambandsaðild.

Ef Íslendingar vilja ekki aðild þá fara þeir að dæmi Norðmanna og fella samninginn. Það er ekkert flóknara. Það eitt er lýðræði. Hitt, að draga umsóknina til baka og koma með þeim hætti í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu væri algjör andstæða lýðræðis.

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.8.2010 kl. 13:37

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er best í stöðunni að draga umsóknina til baka því hér er svikul stjórn með svikulum ráðherrum sem geta í umboði sínu skrifað undir og látið svo reyna á hlutina. Við vitum öll sannleikan með Össur.

Valdimar Samúelsson, 15.8.2010 kl. 14:00

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Magnús Óskar, Norðmenn gengu að samningaborði við ESB á sínum tíma, þar voru gerðir samningar og þeir síðan bornir undir þjóðina sem felldi þá.

Við göngum til samninga við ESB, á meðan á samningsferlinu stendur ber okkur að aðlaga stjórnsýsluna og löggjöfina að vilja ESB. Þegar því er lokið getum við fengið "samning" til að bera undir þjóðina. Það vefst hinsvegar fyrir mörgum um hvað sá samningur ætti að fjalla, við verðum jú búin að aðlaga okkar stjórnkerfi og lagaumhverfi að vilja ESB og því væntanlega lítið um að semja.

Þess vegna tala forssvarsmenn ESB alltaf um aðlögunarferli en ekki samningsferli! Þessa skilgreiningu hafa þeir alla tíð nefnt og haldið á lofti, allt frá því að umsókn okkar var send til Svíþjóðar.

Því má segja að Norðmenn hafi ekki orðið fyrir álitshnekk vegna þess að þeir voru einungis að kjósa um samning. Við fáum hinsvegar að kjósa um orðinn hlut.

Gunnar Heiðarsson, 15.8.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband