Ólíkar ár norðan Eyjafjallajökuls

hvanna.jpg

Hvanná er ólíkindatól. Hún getur vaxið afar hratt, ryðst þá fram með offorsi, ber með sér gríðarlega mikið efni, stóreflis grjót og möl, grefur sig svo nær ómögulegt getur verið að aka yfir hana hvað þá að vaða. Svo getur hún átt það til að kvíslast út um allar koppagrundir í mörgum álum og enginn þeirra vandamál.

Rétt um sjö leitið í kvöld jókst vatnshæðin í Hvanná um tæpa nítján centimetra. það er frekar lítið og alls ekki til að hafa áhyggjur af, - en þó ber að líta á aðstæður, hvernig áin hagar sér, hvort hún er í einum ál eða fleirum. Um leið og vatnið jóskt hækkaði hitastigið um 0,2 gráður. Þetta bendir til þess að um sé að ræða bráðvatn af jöklinum.

Hins vegar skil ég ekki hvers vegna leiðnin í vatninu minnkar. Hélt að vatnið væri mjög blandað ösku og því myndi leiðnin aukast.

Á sama tíma og vatnið jókst í Hvanná minnkaði rennslið í Krossá, en náði sér þó aftur á strik rúmum klukkutíma síðar. Þó er vatnið ekkert meira í ánni en verið hefur í allan dag. Á sama tíma lækkaði vatnshitinn um rúmar tvær gráður og hefur haldið sér þannig síðan. Leiðnin er hins vegar óbreytt.

Gaman væri nú að vita hvaðan vatnið í Krossá kemur, hvort það sé að meginstofni til úr Hrunaá eða Tungnakvísl. Veðja á Hrunaá.

Í Steinsholtsá hefur hitinn á sama tíma lækkað um tæpa eina gráðu, en leiðnin aukist nánast á sama tíma og hún féll í Hvanná. Í allan dag hefur vatnið aukist í Steinsholtsá en það hefur gerst hægt og sígandi, engar stökkbreytingar eins og í Hvanná.


mbl.is Hækkar í Hvanná
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband