Ráðuneytið í feluleik fyrir ráðherranum?

Ráðherra efnahags- og viðskiptamála hrekst úr einu víginu í annað. Undarlegt með mann sem hefur að eigin sögn ekkert að fela. Ég trúi honum enda ætti hann manna best að vita hvaða afleiðingar ósannsögli getur haft í för með sér fyrir mann í hans embætti svo ekki sé talað um ráðuneytið sjálft. Núna á hann að hætta að kommentera um málið áður en almenningur hættir að skilja hvað hann er að gera í ráðuneytinu.

Hins vegar skil ég ekki hvernig stendur á því að niðurstaða lögfræðiálits Seðlabankans sé notað í annað lögfræðiálit í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og ráðherra fær án efa seinna álitið í hendur án þess að vita neitt um heimildir. Ég hefði spurt, hvaða heimildi hefur þú fyrir þessu áliti þínu, kæri ráðuneytislögfræðingur? 

Hafi ráðherra ekki spurt þessarar spurningar má draga í efa skilvirkni hans og ráðuneytisins til að vinna í þeim málum er heyra til þess. Hafi ráðherra hins vegar spurt þessarar spurningar eru allar líkur á því að ráðuneytislögfræðingurinn hafi svarað: Því miður, kæri ráðherra, mér er ekki heimilt að segja þér frá því.

Og hafi hvorug staðan komið upp þá eru starfsmenn ráðuneytisins, ráðherrann meðtalinn, í einhverjum skrýtnum leik sem á lítið skylt við ábyrga stjórnsýslu.

Fimm lögfræðingar í tuttugu og þriggja manna ráðuneyti og allir í feluleik fyrir ráðherra. Skilur þetta einhver?


mbl.is Mátti ekki dreifa minnisblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki ég með nokkru móti! Enda ekki val lengur um að koma þessari stjórn frá það verður að gerast ekki seinna en í haust þegar þingið kemur saman.

Sigurður Haraldsson, 11.8.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband