Einföld mál þvælast fyrir ráðherranum

Ráðning í embætti umboðsmanns skuldara er orðin að meiriháttar ávirðingu á félagsmálaráðherrann. Svo virðist sem skuldastaða mannsins hafi verið raðherranum ljós. Engu að síður ákveður hann að biðja manninn um að segja af sér þegar málið er komið í hámæli.

Vinskapur ráherrans við umsækjandann virðist í þokkabót gera hann vanhæfann til að ráða í embættið. 

Ráðherra jafnréttismál ákveður að ráða ekki framkvæmdastjóra Ráðgjafastofu heimilanna, sem er kona og uppfyllir fyllilega kröfur til embættis umboðsmannsins og raunar en frekar en vinurinn. 

Og nú situr ráðherrann á fundum og íhugar hvað hann eigi að gera í ráðningarmálum embættisins. Honum dettur ekki hug að ráða einfaldlega þann hæfasta, konuna sem gengdi stöðu framkvæmdastjóra Ráðgjafarstofunnar. Hvað hefur ráðherrann á móti henni?

Allt þetta bendir til að Árni Páll Árnason sé ekki með hugann við starf sitt. Það rímar svo sem við fréttir sem herma að aðstoðamaðurinn sé í raum sá sem taki ákvarðani en ráðherrann sitji til hliðar þar sem hann þekkir ekki jafn vel til verkefna ráðuneytisins. 

Næsti kafli í þessum ósköpum er ráðning forstjóra Íbúðalánasjóðs sem hefur verið frestað ítrekað vegna þess að stjórn sjóðins er ekki sammála ráðherranum um að ráð vildarvin hans í embætti. 


mbl.is „Ég hef tekið tvær ákvarðanir í málinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband