Fundur Möllers og vegamálastjóra frá orði til orðs

Minnispunktar Kristjáns Möllers, samgöngu- og sveitarmálaráðherra, um fund hans og Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, láku nú síðdegis á heimasíðun Víkileka. Hérna eru punktarnir allir saman í réttri tímaröð eftir mikilvægi. Tel afar mikilvægt að allt sé nú uppi á borði hvað varðar Hvalfjarðagöngin og ótækt að Kristján feli þessa punkta sína fyrir alþjóð.

- Jæja, Hreinn minn. Hvaða vesen er þetta með Hvalfjarðagöngin?

- Æi, sosum ekkert.

- Það er fínt. Hélt í einfeldni minni að þau væru hættuleg.

- Nei, enginn leki þar, Kristján minn.

- Ó, hvað það er nú gott, Hreinn minn.

- Já, segðu ...

- ... ég sagði: Ó, hvað það er nú gott, Hreinn minn.

- Já, segðu ...

- Já, nákvæmlega.

- Búinn að fara í sumarfrí, Kristján.

- Nei.

- Þar fór í verra.

- Ó, já. En nú þarf ég að fara. Sjáumst síðar. 

- Vertu blessaður, Hreinn minn.

- Já, vertu margblessaður Kristján minn. Þetta var góður fundur.

- Já, verulega gagnlegur. 

 


mbl.is Ræddu öryggi í jarðgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband