Frábær grein Magnúsar Thoroddsen um gengistrygginu
8.7.2010 | 09:54
Verði vextirnir í gengistryggðu lánasamningunum hækkaðir frá því sem umsamið var, yrði það neytanda í óhag. Þess vegna er vaxtahækkun óheimil, segir Magnús Thoroddsen, lögmaður og fyrrum hæstaréttardómari í grein í morgunblaðinu í dag, 8. júlí 2010.
Þessi grein er einfaldlega heiðskýr í einfaldleika sínum. Með henni leiðbeinir Magnús öðrum fræðimanni, Jóni Steinssyni, lektor í hagfræði við Columbia háskólann í New York, vegna greinar sem sá síðarnefndi ritaði undir fyrirsögninni Réttlæti, hagsæld og íslensk lögfræði
Ég ætla ekki að endursegja grein Jóns né Magnúsar. Þeir deila hins vegar um dóm Hæstaréttar um gengistryggingu lána. Rök Magnúsar eru svo einföld að ég er efins um að Jón Steinsson verði þess var að hann hefur einfaldlega verið rasskelltur - sviðinn hlýtur að vera óbærilegur þegar hann fattar það.
Hinn hógværi og málefnalegi Magnús Thoroddsen er leiftrandi góður penni. Í grein sinni segir hann:
Þegar lagaákvæði eru jafn skýr og ótvíræð, eins og ákvæði 36. gr. samningalaganna eru, sem og sjálfur tilgangur laganna, verða dómendur að dæma samkvæmt því.Ég verð því að hryggja minn unga, lærða andmælanda með því að segja honum, að þá getur dómari hvorki dæmt samkvæmt eðli máls né efnahagshagsrökum hagfræðinnar. Gerði hann það, væri hann að brjóta gegn stjórnarskránni.
Varla getur málið verið ljósara en samkvæmt skýringu fyrrum hæstaréttardómara. Ég mæli með því að fólk lesi þessa grein og geymi hana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir það Sigurður. Hjartanlega sammála þér , þetta er frábær grein og segir í raun allt sem segja þarf um þá óvíssu sem í raun hefur aldrei ríkt hér varðandi umsömdu vextina á ólöglegu gengistryggðu lánunum
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 8.7.2010 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.