Er sanngjarnt að skuldarar beri ólöglegan kostnað?

Þetta má allt vera rétt sem fram kemur í Moggan og Viðskiptablaðinu. Spurningin er hins vegar þessi: Hver greiddi kostnaðinn við hin ólöglegu gengislán fyrir dóm Hæstaréttar?

Hér er einfaldlega verið að segja: Það er slæmt ef lántakendur báru kostnað vegna gengislánanna. Það er slæmt er kostnaðurinn fellur á fjármögnunarfyrirtækin og ríkissjóð.

Er eitthvað vit í þessum málflutningi í ljósi þess að gengislánin eru ólögleg? Eig skuldarar að redda fjármögnunafyrirtækjunum og ríkissjóði ofan í allt það sem hin fyrrnefndu hafa rifið af fólki og þá skattlagningu sem sá síðarnefndi hefur lagt á almenning? 

Staðreyndin var sú að gengistryggingin bitnaði áður á skuldurum og það var rangt. Er það sanngjarnt að leggja áfram ólöglegan kostnað á skuldara?


mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Vandinn er helst sá að eitt af þessum glæpafyrirtækjum er í eigu ríkisins og ber það því ábyrgð á fjárhag þess.

En það er alveg í lagi, ég get alveg borgað gengistryggðu lánin fyrir fólk eins og verðtryggða lánið mitt.

Ellert Júlíusson, 8.7.2010 kl. 09:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei það er ekki sanngjarnt, en höfum við val?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2010 kl. 09:25

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Staðreyndir málsins eru að fyrir hrun stóðu gengistryggð lán einstaklinga og fyrirtækja í um 1.700 milljörðum í bókum bankanna (samkvæmt tölum Seðlabankans).  Um síðust áramót stóðu þau í innan við 800 milljörðum.  Ekki styrktist gengið í millitíðinni og ekki varð ég var við að greiðsluseðlarnir lækkuðu.  Bankarnir voru með lánin í einni bókfærðri tölu en innheimtu þau eftir mun hærri tölu.

Marinó G. Njálsson, 8.7.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband