Glæpahyskið í bíómyndum er aldrei sanngjarnt ...

Segir Lýsingu eiga að njóta sanngirni.

Svo segir í fyrirsögn fréttar á bls. 8 í Mogganum mínum. Fréttin er fyrir neðan mynd sem Helgi Sigurðsson skopmyndateiknari dró upp af eigenda Fons sem kastar hálfum milljarði króna í skilanefnd Glitnis til að koma í veg fyrir að Iceland Express verði kyrrsett vegna skula hans.

Ég hló að hvoru tveggja. Helgi bregst ekki og þaðan af síður Mogginn minn.

Í fréttinni er þetta haft eftir lögmanni Lýsingar: 

„Ef vaxtakjörin eiga að gilda hallar mjög á minn umbjóðanda og jafnvel þó svo tíðarandinn sé svona á[Lýsing] samt að njóta sanngirni.“ Þetta sagði Sigurmar Albertsson, lögmaður Lýsingar, við munnlegan málflutning prófmáls þar sem tekist er á um hvort samningsvextir skuli standa í gengistryggðum lánasamningi eða vextir Seðlabankans gilda.

Ég hló vegna þess að nú er Lýsing komin í þá óþægilegu aðstöðu sem öllum skuldurum með gengistryggð lán var sköpuð. Þá var ekki spurt um sanngirni. Ekki heldur var spurt um sanngirni þegar skuldara tókst ekki með nokkrum ráðum að greiða niður höfuðstólinn.
 
Margar bíómyndir um mafíuna hefur maður séð. Eitt er sameiginlegt úr söguþræði glæpamynda, vondu kallarnir bjóð aldrei upp á sanngirni. Ella hefðu þeir öngvan bissniss. Sanngirnin kippir grundvellinum undan glæpunum.
 
Lýsing og lögmaður fyrirtækisins gerir sér engan grein fyrir sanngirni. Ekki er úr vegi að nefna dæmi um sanngirni fjármögnunarfyrirtækjanna:
  • Það getur ekki verið nein sanngirni í því að höfuðstóll lánsins hækki í hvert sinn sem greidd er afborgun.
  • Ekki heldur er það sanngirni að eigið fé skuldara brenni upp vegna bílaláns, ekki aðeins bíllinn heldur á líka að fórna öðrum eignum fyrir lánið.
  • Þaðan af síður er það sanngjarnt að ekki sé hægt að koma sér út úr skuldum nema með skuldir á bakinu.
  • Síst af öllu er sanngjarnt að skilvís maður eigi að þurfa að velja á milli matar og afborgunar á bíl
  • Ljótast af allri sanngirni eru upptökur fjámagnsfyrirtækja á bílum, lygin um viðgerðir og salan á þeim.
  • En allra „fegurst birtist sanngirni fjármagnsfyrirtækja meðal þeirra sem áttu þess kost að kaupa þá bíla sem þau tóku frá skuldurum í „vanskilum“ og seldu þá á „hagsæðu“ verði til vildarvina. 
 Á Lýsing einhverja sanngirni skilda?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband