Glæpahyskið í bíómyndum er aldrei sanngjarnt ...
8.7.2010 | 08:51
Segir Lýsingu eiga að njóta sanngirni.
Svo segir í fyrirsögn fréttar á bls. 8 í Mogganum mínum. Fréttin er fyrir neðan mynd sem Helgi Sigurðsson skopmyndateiknari dró upp af eigenda Fons sem kastar hálfum milljarði króna í skilanefnd Glitnis til að koma í veg fyrir að Iceland Express verði kyrrsett vegna skula hans.
Ég hló að hvoru tveggja. Helgi bregst ekki og þaðan af síður Mogginn minn.
Í fréttinni er þetta haft eftir lögmanni Lýsingar:
Ef vaxtakjörin eiga að gilda hallar mjög á minn umbjóðanda og jafnvel þó svo tíðarandinn sé svona á[Lýsing] samt að njóta sanngirni. Þetta sagði Sigurmar Albertsson, lögmaður Lýsingar, við munnlegan málflutning prófmáls þar sem tekist er á um hvort samningsvextir skuli standa í gengistryggðum lánasamningi eða vextir Seðlabankans gilda.
- Það getur ekki verið nein sanngirni í því að höfuðstóll lánsins hækki í hvert sinn sem greidd er afborgun.
- Ekki heldur er það sanngirni að eigið fé skuldara brenni upp vegna bílaláns, ekki aðeins bíllinn heldur á líka að fórna öðrum eignum fyrir lánið.
- Þaðan af síður er það sanngjarnt að ekki sé hægt að koma sér út úr skuldum nema með skuldir á bakinu.
- Síst af öllu er sanngjarnt að skilvís maður eigi að þurfa að velja á milli matar og afborgunar á bíl
- Ljótast af allri sanngirni eru upptökur fjámagnsfyrirtækja á bílum, lygin um viðgerðir og salan á þeim.
- En allra fegurst birtist sanngirni fjármagnsfyrirtækja meðal þeirra sem áttu þess kost að kaupa þá bíla sem þau tóku frá skuldurum í vanskilum og seldu þá á hagsæðu verði til vildarvina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.