Stefnan gagnvart ESB er ekki ný
28.6.2010 | 08:17
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári tók afdráttalausa afsöðu gegn ESB aðild. á þessari skoðun var hnykkt á síðasta landsfundi. Það er því ekkert nýtt að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti ESB aðild.
Öllum ætti að vera ljóst hvers vegna og því varla þörf á að tíunda það hér. Hins vegar voru þær skoðanir uppi á tveimur síðustu landsfundum að ekki ætti að lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi þar sem stór hluti Sjálfstæðismanna eru annað hvort hlyntir aðild að ESB eða vilja sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum, nái ferlið svo langt. Þessi síðarnefnda skoðun hlaut ekki stuðning og þar af leiðandi sætta landsfundarfulltrúar sig við niðurstöðuna.
Hins vegar vekur furðu þetta tal um að fólk sé í unnvörpum að flýja Sjálfstæðisflokkinn vegna stefnu hans í ESB. Ég tel mig þekkja vel til meðal bæði stuðningsmanna og andstæðinga ESB og hef síður en svo rekist á fólk sem hefur svona heiftarlegar innantökur vegna ESB að það vilji hreinlega ganga úr Sjálfstæðisflokknum vegna þeirra.
Aðild að stjórnmálaflokki fleur ekki í sér að maður skuli vera hlyntur öllum stefnumálum hans. Mestu skiptir að sátt sé um grunnhugsjónirnar. Til er sá flokkur sem hefur ekki grunnhugsjónir og eitt af stefnumálum hans er að ganga í ríkjabandalag með öðrum. Það er í raun eins stefnan sem ekki breytist með vindátt og ber að virða það. Að ganga úr Sjálfstæðisflokknum og í slíkan flokk held ég að séu afar slæm býtti.
Víglínur skýrast gagnvart ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.