Hefðum átt að fara bil beggja á landsfundi

Ég hef ágætan skilning á skoðunum þeirra sem hlyntir eru ESB þó svo að ég sé ekki í þeirra hópi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til verið reynt að fara bil beggja, sætta sjónarmið svo fólk með andstæðar skoðanir í einstökum málum geti unað við sitt. Og raunar er það svo þó skil verða í vissum málum er það grundvallarskoðanir sem sameina.

Á landsfundinum tókst þetta ekki. Þrátt fyrir mjög  góða viðleitni formanns flokksins og annarra reyndust ungir Sjálfstæðismenn háværari og ákafari að koma skoðunum sínum á framfæri og lögðu minna upp úr samheldni. Það er slæmt og ungum Sjálfstæðismönnum ekki til framdráttar.

Engu að síður geta Sjálfstæðismenn vel við unað. Landsfundurinn tókst afskaplega vel og var í alla staði ánægjulegur. Málefnastarfið var með nýju sniði. Með því blönduðustu landsfulltrúar vel innbyrðist og skyndilega kynntist maður fólki sem að öðrum kosti maður hefði aldrei náð að tala við. 


mbl.is ESB-aðildarsinnar héldu illa á málstað sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll nafni,

Það var löngu kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki skýra afstöðu í þessu ESB máli, og það get ég sagt þér að það voru ekki eingöngu ungir sjálfstæðismenn sem studdu þessa tillögu.  Á borðunum í kringum mig voru langflestir 50+ og þeir réttu allir upp bláa spjaldið.

það er ekki endalaust hægt að flýja erfiðar ákvarðanir,  þetta var hárréttur tími til að taka skýra afstöðu gegn aðild Íslands að ESB.

Enda er þessi ákvörðun í samræmi við mikinn meirihluta þjóðarinnar.  Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir !!

Sigurður Sigurðsson, 27.6.2010 kl. 08:50

2 Smámynd: Klukk

Það verður að losa Sjálfstæðisflokkinn við alla ESB-sinna. Þeir eiga ekki heima í flokknum og hafa aldrei átt. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sinna öðrum málum en þessu gæluverkefni Össurar Skarphéðissonar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Einnig þyrfti að losa flokkinn við alla sem kusu ekki Bjarna og sýndu þar með að þeir bera hagsmun flokksins ekki fyrir brjósti heldur þvert á móti.

Klukk, 27.6.2010 kl. 09:28

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þetta gæti jarðað Sjálfstðisflokkinn.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 11:09

4 Smámynd: Þorgerður María Halldórsdóttir

Aldurs míns vegna telst ég til ungs-sjálfstæðismanns en ég er ekki uppivöðslsamur sus-ari eins og þeir sem bæði hleyptu upp fundi um stjórnmálaályktun Landsfundar, og hentu inn þessum  hlöðnu og illa ígrunduðu tillögum í loka yfirferðinni inni í stóra salnum.  Tillagan ein og Ásdís Halla lagði hana fram var góð málamiðlun til að fara bil beggja í stórum hópi, en þessir herskáu sus-arar tóku engum sönsum og eina niðurstaðan sem þeir unntu var þeirra og engra annarra. Ástæðan fyrir því að þetta fór í gegn var sú að margir höfðu lítin áhuga á fundinum og mættu ekki eða voru farnir heim þegar að þessari atkvæðagreiðslu kom.  En að lokum vil ég árétta að stjórnmálaályktun þessa 39. Landsfundar er EKKI VARANLEG BREYTING á stefnu flokksins, heldur var þetta auka-landsfundur og fjölmiðlar sem flestir standa vinstra megin eru að reyna að klekkja á flokknum.  Ég bið bara fólk að halda stillingu, og ekki ana ú í neitt í óðagoti.

Þorgerður María Halldórsdóttir, 27.6.2010 kl. 12:38

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er nú einu sinni þannig að meirihlutinn ræður - var ekki kominn tími á að taka afstöðu - með eða á móti.

Sú staðreynd að fámennur hópur talar um úrsögn segir bara það eitt að þetta fólk sættir sig ekki við ákvarðanir meirihlutans ef þær ganga gegn þeirra skoðunum.

Hvað ætlar þetta fólk að gera í Evrópusambandið??? Telur það að sambandið hlusti á okkur??

Og hvað þegar fyrsta neiið kemur frá sambandinu ef við værum þar inni - á þá að hóta úrsögn??

Ég held að þetta fólk´ætti að slaka aðeins á.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.6.2010 kl. 12:42

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

ESB aðild er ekki eitthvað sem er "bæði og". Allir flokkar þurfa að taka skýra afstöðu í þessu stóra máli.

Samfylkigin hefur verið með skýra afstöðu.

Sjálfstæðisflokkur er nú kominn með skýra afstöðu.

Vinstri grænir voru með skýra afstöðu, en gátu ekki staðið á henni frekar en neinu öðru.

Framsókn er enn beggja blands. Vonandi fara þeir einnig að taka skýra afstöðu til þessa máls.

Það er algjört lágmark að í svo stóru máli, sem skiptir okkur svo miklu máli, séu flokkarnir ekki með þannig afstöðu, að þeir geti látið aðra flokka hlapa með sig í gönur. Fólk á fullann rétt á að vita hverskonar stjórnmálaafl það er að kjósa.

Gunnar Heiðarsson, 27.6.2010 kl. 13:33

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta finnst mér ekki gott viðhorf. Sýnum frekar umburðarlyndi. Staðreyndin er sú að félagar í einum stjórnmálaflokki eru ekki alltaf einhuga í öllum málum. Í Sjálfstæðisflokknum má nefna ESB málið, viðhorf til stóriðju, náttúruverndar, kvóta, styrkja í landbúnaði og fleira og fleira. Og þannig er það í öllum flokkum. Þess vegna er ekki nein ástæða til að samherjar líti á landsfund sem kappleik þar sem óhætt er að úthrópa þá sem eru sammála í einu máli. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar kemur að öðrum málum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.6.2010 kl. 15:30

8 Smámynd: Þorgerður María Halldórsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni.  Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur sem rúmar margar skoðanir, og það þurfa allir flokksmenn að bera þann þroska að þola það að ekki verða alltaf allir sammála þér.

Þorgerður María Halldórsdóttir, 27.6.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband