Þolir efnahagur þjóðinnar ekki réttlæti?

Takið eftir orðum Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra. Hann er byrjaður að tala niður dóm Hæstaréttar rétt eins og Seðlabankastjóri gerði í morgun.

Næst kemur hæstvirtur fjármálaráðherra og tekur í sama klukkustreng og yfir okkur öllum glymur að sem á að vera síbylja: Efnahagurinn þolir ekki að farið sé eftir dómi Hæstaréttar. Skuldarar eiga að bera byrðarnar jafnvel þó gengisviðmiðunin hafi verið dæm ólögleg.

Nú er öllu snúið á hvolf, sá sem er dæmur sekur þarf ekki að bera sakirnar heldur sá sem reyndist hafa lögin sín megin.

Smám saman fara einhverjir að trúa þessari síbylju. En í sannleika sagt, trúir því einhver að réttlæti sé því fólgið að „semja“ eigi um niðurstöðu dóms Hæstaréttar?

Nei, takk. Ólög eru ólög og við semjum ekki við þá sem reynast lögbrjótar.

Hins vegar trúi ég nú orðið öllu upp á þessa ríkisstjórn. Hún á eftir að halda því fram að efnahagur þjóðarinnar lifi það ekki af nema almenningur haldi áfram að greiða samkvæmt ólöglegum gengistryggingum fjármögnunarfyrirtækja. 


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ólög eru ólög og við semjum ekki við þá sem reynast lögbrjótar.

Já, helvískir lögbrjótarnir! Að bjóða okkur uppá þessu ógeðslegu ullabjakkslán!! Ef þeir hefður bara farið eftir lögum og boðið uppá verðtryggð íslensk lán, eða óverðtryggð lán á 17% vöxtum!

En þeir kusu að brjóta lögin og bjóða uppá lán sem virtust svo miklu hagstæðari, jafnvel þó maður reiknaði með 30-40% veikingu krónunnar! Já þeir skulu sko bera sökina, andskotarnir!  

Skeggi Skaftason, 23.6.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er greinilegt að Skeggi er ekki sáttur við að það séu lög í landinu.

Sigurður Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 21:19

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, Skeggi skilur málið. Hann virðist að minnsta kosti taka afstöðu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.6.2010 kl. 21:24

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

stendur stofnun eins og banki ofar einstaklingnum - fyrir viku græddu bankar á tá og fingri en nú ?

Banki er fyrir einstaklinginn en ekki öfugt

Jón Snæbjörnsson, 24.6.2010 kl. 11:53

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gróði banka og fjármögnunarfyrirtækja byggðist á rangindum. Svo einfalt er málið. Gengistryggingin var dæmd ólögleg. Einfaldur dómur sem veldur því að úr skuldabréfum fellur það ákvæði, annað stendur eftir. Ljósara getur þetta ekki verið.

Í fótbolta má leikmaður ekki bera neitt skart, t.d. hálsfesti. Dómarinn lætur hann fjarlægja hana. Getur þá leikmaður komið aftur inn á með silfurfesti í stað gulls?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.6.2010 kl. 13:23

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er nokkuð gott hjá Skeggja - Ef bara bankarnir hefðu boðið upp á lögleg lán, þá væri ekkert í gangi nema úthúðunin á verðtryggingunni. Þetta er ekki rangt hjá honum, enda er hann ekki að bera í bætiflákana fyrir bankana.

En að færslu þinni  Sigurður - Þarft og kraftmikið innlegg í umræðuna.

Íslendingar þurfa að standa við bakið hver á öðrum um þessar mundir og berjast hlið við hlið gegn stjórnvöldum og bönkum sem nú fylkja sér gegn okkur, allir sem einn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2010 kl. 15:58

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er hárrétt hjá þér, Rúnar. Nú ætla stjórnvöld að redda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum ... Og hverjir skyldu nú borga brúsann?.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.6.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband