Gjaldþrot, engin eignamyndun, margföld afborgun lána

Vel má vera að dómur Hæstaréttar um afnám gengistryggingarinnar kosti 100 milljaðar króna. Og það getur meira en verið að sú „fjárhæð lendi á fjámálafyrirtækjum, lántakendum, íslenska ríkinu eða dreifast á milli þeirra“, eins og segir í fréttinni.

Ekki má gleyma því hvernig staðan var fyrir. Þá lenti allur þessi kostnaður á lántakendum. Hann varð til þess að fjöldi þeirra varð gjaldþrota, missti eignir sínar. Hjá öðrum varð engin eignamyndum, höfuðstóll skulda óx fram úr öllu hófi og fjölmargir lentu í miklu vandræðum án þess þó að missa eignir sínar eða fara í gjaldþrot.

Viljum við halda þessu brjálæði áfram að höfuðstóll skuldanna tvö eða þrefaldist? Vilum við að afborganir tvö eða þrefaldist? Viljum við að eignamyndun vegna lána verði engin? Viljum við að fjármögnunarfyrirtækin hagnis á óréttlætinu?

 


mbl.is Afnám gengistryggingar kostar 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Ef ég skil þetta rétt þá eru ólöglegu lánin krónur með verðbætur í erlendri mynt sem skapa hagnað við fall krónunnar en tap við styrkingu, bankarnir þurfa bara að skila þessum hagnaði að tapinu frádregnu og kemur öðrum lántakendum ekki við nema óbeint eða á sama hátt og rekstrarafkoma banka hefur áhrif á alla viðskiptavini hans.

Að gefa eitthvað annað í skin hljómar eins og hræðsluáróður í mínum eyrum.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 24.6.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband