Heimilin falla meðan ríkisstjórnin borar í nefið

Á sama tíma og uppboð á heimilum fólks eru að hefjast sendir forsætisráðherra frá sér langan lista yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að frá upphafi.

Um leið ganga 16.000 manns atvinnulausir, verðbólgan er yfir 10%, fyrirtækin er tekin af eigendum sínum, fyrirtæki fá ekki fyrirgreiðslu í bönkum, ríkisstjórnin hunsar uppbyggingu stóriðnaðar,  íbúðir teknar af eigendum sínum og svo framvegis. Flest allt sem skiptir máli er í tómu tjóni eftir hrunið.

Maður á víst ekki lengur að spyrja um gerðir ríkistjórnarinnar. Hún hefur gert nóg af því sem engu máli skiptir. Þjóðin vill halda heimilum sínum, hafa vinnu, greiða skuldir sínar, leggja til hliðar og njóta þess að stjórna eigin framtíð.  

Er ekki tími kominn til að þessi ríkisstjórn fari frá? Engin breyting hefur orðið á lykilatriðum eins og atvinnustigi, verðbólgu og gegngismálum og því ljóst að ríkisstjórnin stendur sig ekki. Hún er önnum kafin við að bora í nefið en það verður auðvitað að virða.


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta verður ekki liðið!

Sigurður Haraldsson, 28.5.2010 kl. 12:40

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Borar í nefið??? Ég held að þau séu á mun lægra plani en það.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband