Næturmynd frá Mílu

100501_mila_vala_kl_2359.jpg

Gott hjá mbl.is að benda á vefmyndavél Vodafone. Hún er gríðarlega góð heimild um gosið vegna þess að hún geymir myndir sem teknar eru.

Í fréttinni hefði mátt geta þess að vefmyndavélin sýnir tvískipta mynda. Aðra eins og fylgir með fréttinni og hin beinist að neðri hluta gígjökuls með miklum aðdrætti.

Vefmyndavél Mílu er líka góð, ekki síst sú sem er á Valahnúk í Þórsmörk.

Um miðnætti í gærkvöldi mátti sjá meðfylgjandi mynd frá þeim sjónarhól. Hef aðeins lýst hana til að greina mætti helstu atriði eins og mökkinn og jökulin.

Myndin er ekkert listaverk en svona má fylgjast með gosinu á vefmyndavélum langt fram á nótt. 


mbl.is Dökkgrátt öskuský liggur í suðaustur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mjög athyglisvert að fylgjast með þessu í beinni. Nú sé ég t.d. á Vodafone myndunum að það er komið nýtt gat neðarlega í Gígjökli rétt fyrir ofan klettinn og rýkur stundum úr því.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.5.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, ég hafði ekki tekið eftir gatinu í morgun, Emil. Kolsvart gímald. Huganlega er jökullinn orðinn svona þunnur þarna eftir heitt bráðvatnið. Raunar er hitastigið núna í Markarfljóti og Gígjökulsfallinu við Þórólfsfell um 11 gráður á Celsíus. Segir eitthvað um þetta allt saman.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.5.2010 kl. 11:48

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Það var alveg sérstakt að sjá myndinar frá Hvolsvelli í gærkveldi - gosstrókurinn hvíti lýstist upp og til vinstri komu upp stórar eimyrjuslettur - þetta var alveg mikilfenglegt.    Hvað ætli sé langt í sjónlínu frá Hvolsvelli að gosinu?    Maður sá nefnilega glóðarköggla fljúga út úr glóðinni og þeir þurfa nú að vera ansi stórir til að sjást í margra kílómetra fjarlægð!    Mér finnst aftur á móti ég aldrei sjá neitt í Valahnjúksmyndavélinni! 

Ragnar Eiríksson, 2.5.2010 kl. 12:05

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Milli Hvolsvallar og gígsins í Eyjafjallajökli eru 30 km í loftlínu. Þess vegna hljóta það að hafa verið hrikalega stórir kögglar sem þú sást, Ragnar.

Munum samt að vefmyndavél er ekki ljósmyndari, bara dauður hlutur sem tekur upp það sem sést. Ljósmyndari hugar að birtumagni, linsuopi og fleiri hlutum til að taka góðar myndir. Þeir taka stundum ægifagrar myndir af eldingum sem augað vart greinir með góðu móti.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.5.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband