Fróðleg myndasýning hjá Vodafone

loni.jpgSkil ekki alveg fréttina. Líklega mér að kenna, varla Magnúsi Tuma og síst af öllu blaðamanninum sem skrifaði hana.

Læt bara nægja að gagnrýna myndavalið sem er svo óskaplega langt frá efni fréttarinar [Nú hefur myndin verið felld út og sett gömul hreyfimynd frá Reuters].

Nú er fallegt kvöld við norðanverðan Eyjafjallajökul eins og sjá má af meðfylgjandi tvímynd frá vefmyndavél Vodafone sem hefði átt að fylgja fréttinni.

Kvöldsólin skín inn dalinn, skuggarnir lengjast og landslagið skýrist. Þarna sést svo vel það sem jarðfræðingurinn er að segja í fréttinni, gríðarlegur framburður vatnsins sem eldgosið hefur losað úr jöklinum.

Allt hefur gjörbreyst frá því sem var fyrir gos. Lónið er horfið, vegurinn týndur og tröllum gefinn, efra vaðið og neðra vaðið sömuleiðis. Þess í stað er kominn beljandi mórautt fljót sem brýtur smám saman niður jökulgarðana beggja vegna við skarðið og flytur milljónir rúmmetra af leir, ösku, möl og ís niður á Markarfljótsaura - raunar er ekki mikið í Gígvatningu þessa stundina.

Bendi enn og aftur lesendum að afrita nú slóðina hér fyrir aftan og skoða vefmyndir Vodafone sér til fróðleiks.

Þar má velja „slideshow“, hafa bil milli mynda  t.d. 1 sekúndu og þá er eins og hreyfimynd sé komin. Myndir af jöklinum og lónstæðinu birtast hratt. Þær eru teknar  á tíu mínútna fresti og þannig sjást breytingarnar miklu betur heldur en skoðuð sé ein og ein mynd.

Slóðin: http://picasaweb.google.com/102175391233488315229/EyjafjallajokullVolcano1stOfMay2010#.


mbl.is Þrjátíu metra hækkun við jökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þenn link, gaman að skoða þetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: eir@si

Rakst á umfjöllun hér: http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?p=538149#538149

þar er hægt að skoða nokkuð góðar myndir þar sem Gígjökli fyrir og eftir er stillt upp hlið við hlið.

eir@si, 2.5.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband