Mælaórói gosórói og enginn veit neitt

100502_roagraf.jpgFín frétt hjá mbl.is. Gott hjá þeim að leita fanga í óróagröfunum hjá Veðurstofunni. Vakti undrun mína í gær hversu vaxandi gröfin voru og skiptir engu hvar tæki eru staðsett.

Efsta grafið er af Goðabungu í Mýrdalsjökli, næsta er á Eysti-Skógum og þarnæsta er frá Miðmörk. Hin eru fjarri.

Hins vegar hef ég ekki hugmynd um hver skýringin er á þessum gröfum hef ég þó lesið með athygli það sem Haraldur Sigurðsson, jarðfreæðingur segir um þau á bloggi sínu. Hann segir:

Jarðskjálftafræðingar  á Veðurstofu stilla mæla sína til að skrá bylgjur sem eru á tíðninni 0,5 til 1 Hz,  1 til 2 Hz, og 2 til 4 Hz. 

Og svo áfram:  

Lágtíðni er einkennandi fyrir vissa tegund óróa eða  jarðskjálfta (1 til 5 Hz) og er talið að þeir myndist vegna kvikuhreyfinga í jarðskorpunni eða jafnvel vegna rennslis kviku í átt að yfirborði jarðar. 
Óróinn myndast vegna breytilegs þrýstings þegar kvikan streymir.  Það er oft sagt að órói líkist titringi sem heyrist stundum í vatnslögnum í heimahúsum.  Á meðan órói er fyrir hendi, þá er líklegt að kvikan sé á hreyfingu og gos jafnvel í gangi.  
Það er því einkum athyglisvert í dag á Eyjafjallajökli að óróinn heldur áfram og er nokkuð hár (sjá mynd til hliðar), þótt öskuframleiðsla sé lítil og sprengingar færri og smærri.  Það bendir sennilega til þess að kvika sé að streyma upp í gíginn og að nú sé gosið komið á stig sem má kalla blandað gos.  Það þýðir að gosið einkennist af bæði sprengingum vegna samspils kviku og bræðsluvatns úr jöklinum, og einnig kviku sem er að byrja að safnast fyrir í eða rétt undir gígnum.  

 Sem sagt óróinn á þessum mælum vísindamanna er afar gagnlegur en hvernig hann myndast er ekki vitað. Allt eru þetta tilgátur.

Sjáið til dæmis hversu óróinn er mikill síðustu daga á gröfunum en við gosið er hann varla svipur hjá þeirri sjón sem hann er núna. 

EF ég væri spámaður, sem ég vissulega er ekki, myndi ég spá því að Eyjafjallajökull væri alls ekki búinn. Nýtt gos kemur upp á næstu dögum í austnverðum jöklinum, nálægt Steinsholtsjökli.

 


mbl.is Gosvirkni aukist töluvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Mér sýnist vera að færast fjör í leikinn á vefmyndavél Vodafone - það er farið að rjúka úr afrennslinu niður alla aurkeiluna - mér sýnist það rétt hjá Haraldi að hraunið sé að koma fram úr Gígjökli núna á næstu klukkutímunum!  

Þú færð vonandi leyfi til að fara inn á jökulinn eins og 60-mínutes mennirnir og Haraldur.    Það má ekki mismuna fólki og þú verður að taka ábyrgð á þér sjálfur!!!

Kveðja

Ragnar Eiríksson, 2.5.2010 kl. 20:08

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, Ragnar, nú er eitthvað að gerast. Einn bíll á austurbakkanum við lónstæðið. Um sjö fór sjóðandi heitt vatnið að renna ofan í gilið. Er ekki enn viss hvort hraun fylgi á eftir. Kannski hefur losnað um vanstíflu. Vatnið hefur verið frekar lítið sem komið hefur undan jöklinum í dag.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.5.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Andskotans bull í "blaðamönnunum" á "vísir.is" - þeir tala um að reykinn leggi niður gilið og ofan í Markarfljót eins og sjá megi á vefmyndavél Mílu!

Ég kem ekki auga á þennan bíl sem þú sást á austurbakkanum.    Að vísu er einhver mislit þústa þarna utan í jökulruðningnum en mér finnst nú ekki "bílalag" á henni!

Ragnar Eiríksson, 2.5.2010 kl. 20:59

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Dálítið aumt að þekkja ekki mun á reyk og gufu

Bíllinn var þarna kl. 20:09 og hvarf þá, skiljanlega. Engin ástæða til að taka sjénsinn á svona gufumekki, hver veit hvað hann kann að innihalda. Bíllinn var mjög greinilegur, hvítur blettur, og hafði verið lagt efst á gamla veginum austan við fljótið þar sem fleiri bílum var lagt í dag.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.5.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband