Sótt um ferđaleyfi á Eyjafjallajökul
1.5.2010 | 17:13

Almannavarnir ríkisins.
Í ljósi ţess ađ veitt hafa veriđ leyfi til ađ fara á Eyjafjallajökul óskar undirritađur eftir ađ fá ferđaleyfi um jökulinn vestanverđan.
Undirritađur er alvanur fjallamađur og ţekkir Eyjafjallajökul afar vel. Hann hefur fara á hann ótal sinnum á síđustu árum, skrifađ um hann leiđarlýsingar, gefiđ út bók um Fimmvörđuháls og Eyjafjallajökul, ritađ lýsingar á eldgosunum á Hálsinum og jöklinum og stađháttum svo eitthvađ sé nefnt.
Ćtlunin er ađ fara međ ţremur til fjórum alvönum fjallamönnum úr ferđafélaginu Útivist. Ţeir ţekkja jökulinn ekki síđur en undirritađur. Saman hafa ţeir og undirritađur gengiđ á flesta jökla landsins og fariđ á fjölmörg fjöll saman.
Reynsla og ţekking undirritađs og samferđamanna hans á fjallaferđum og náttúru landsins er gríđarlega mikil og ćtti ţar af leiđandi ekki áhyggjuefni Almannavarna vegna ţessa erindis.
Markmiđiđ er ađ ganga á fjallaskíđum upp frá Langanesi, skammt vestan viđ Grýtutind. Haldiđ verđur síđan upp međ Skerjunum og ađ Guđnasteini.
Áćtlađ er ađ gangan upp ađ Guđnasteini taki um ţrjár til fjórar klukkustundir. Dvaliđ verđur tiltölulega skamman tíma uppi og fariđ aftur niđur sömu leiđ eftir myndatökur.
Lagt verđur á jökul um leiđ og veđurspá er trygg fyrir dagsferđ. Spáđ er til dćmis vestlćgum vindum alla nćstu viku.
Međ kveđju,
Sigurđur Sigurđarson
Ofangreint bréf var sent fyrr í dag á Almannavarnir ríkisins í ljósi ţess ađ bandarískir sjónvarpsmenn fá ađ fara á Eyjafjallajökul sem er yfirlýst og háheilagt bannsvćđi og ţeim sem brjóta gegn banninu munu líklega fá verri útreiđ en útrásarvíkingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis. Myndin var tekin á Eyjafjallajökli áriđ 2007 en ekki ţótti ţorandi ađ senda hana međ bréfinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki veriđ ađ reyna ađ bćta fyrir ótímabćrar yfirlýsingar forsetans varđandi eldgosiđ og mögulegt eldgos í Kötlu? Jákvćđur fréttaflutningur 60 minutes er örugglega meira virđi en ţessar 300 milljónir sem Ferđamálasamtökin fá í kynningarstarf
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2010 kl. 17:40
Ţađ ER fólk á jöklinum og viđ hann!Drífđu ţig af stađ Sigurđur og láttu reina á ţetta.
Ţórarinn Baldursson, 1.5.2010 kl. 18:22
Ţú ert bjartsýnn. Ţú verđur ađ hafa erlent sjónvarpstökuliđ međ ţér til ađ fá leyfiđ.
Hamarinn, 1.5.2010 kl. 19:35
Sko, ég verđ međ einn kúlupenna ... eeeeinn skrúfblýant ... vaaasabókina (sem ég hef skrifađ doldiđ mikiđ í, en nokkrar síđur eru ţó lausar) ... oooog eina Nikon D80 myndavél međ 4 GB korti og svo mitt alkunna góđa skap! Ţetta ćtti nú ađ vigta slatta upp í sama mikilvćgi og eitt stykki útlent sjónvarpstökuliđ.
Nei, Ţórarinn. Valdstjórnin vćri vís međ ađ senda lögregluna á eftir mér. Sjáđu bara hvađ gert var viđ krakkana sem sprengdu smábombu í hérađsdómi. Eitt fótspor á jökli gćti ţýtt enn stćrra og jafnvel varanlegt mark á afturendann.
Mikiđ er ég nú sammála ţér Jóhannes. Setja á smáaura í kynningarstarf erlendis. Ţetta er einhvers konar ţykjustuleikur, svo hćgt sé ađ segja ađ „eitthvađ“ hafi veriđ gert. Mikiđ lifandis skelfingar ósköp á ţessi ríkisstjórn erfitt.
Ferđaţjónustan hlćr ... ég meina grćtur út af ţessu.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 1.5.2010 kl. 20:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.