Ríkið innheimtir félagsgjöld fyrir Vinstri græna
27.4.2010 | 21:41
Ríkisvaldið innheimtir félagsgjöld af almenningi fyrir pólitísk hagsmunasamtök sem nefnast Vinstri hreyfingin grænt framboð. Með öðrum orðum ríkið kreistir peninga út úr almenningi og gefur pólitískum félögum til að leika sér með.
Rétt er að ríkið á ekki að innheimta gjöld fyrir aðila út í bæ. Skiptir þá engu hvort sá aðili heitir Samtök iðnaðarins, Ríkisútvarpið eða Vinstri hreyfingin grænt framboð. Að þessu leyti er ég alveg sammála Ungum vinstri grænum.
Ríkisvaldið ver skattpeningum sínum miklu ver en almenningur sjálfsaflafé sínu. Því meiri hluta sem fólk heldur af tekjum sínum því betra.
Hvað svo sem segja má um Samtök iðnaðarins þá er iðnaðarmálagjaldið ekki félagsgjald heldur skattur á ákveðinn rekstur. Raunar nauðungarskattur og óréttlátur í sjálfu sér þar sem innheimtur skattur endar hjá Samtökum iðnaðarins.
Ef það er skoðun Ungra vinstri grænna að ríkið eigi ekki að innheimta félagsgjöld fyrir pólitísk hagsmunasamtök þá er ég alveg sammála þeim. Best væri að stjórnmálaflokkarnir öfluðu sér styrkja hjá almenningi og ... kannski bönkunum sem nýbúið er að endurreisa og einkavæða ...
![]() |
Segja SI pólitísk hagsmunasamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þið hægri menn mjög viðkvæmir fyrir vinstri grænum en þaðreyndirnar eru bara llta aðrar Siggi minn;
Það eru í raun launmenn sem greiða þessa peninga, þessi tilhögun var eitt af fyrstu verkum Davíðs Oddssonar á sinni tíð.
Þetta er hreint siðleysi Þetta eru
Hluti af duldum sköttum sem launamenn greiða
að Ríkið þarf að afnema lög um iðnaðarmálagjald og huga að endurgreiðslu oftekinna gjalda, að mati Einars S. Hálfdánarsonar, hæstaréttarlögmanns og löggilds endur-skoðanda. Hann var lögmaður Varðar Ólafssonar, byggingarmeistara, í máli gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu
Með nákvæmlega sama hætti og tryggningagjöldin eru sem fyrirtækin standa skil á er skattur lagður á laun launamanna til að standa undir félagslega húsnæðiskerfinu og atvinnuleysistryggingasjóði.
Kristbjörn Árnason, 27.4.2010 kl. 22:29
Sammála þér Kristbjörn Árnason. Fögnum þessari niðurstöðu sem hægrimaðurinn og lögmaðurinn Einar S. Hálfdánarson náði fram fyrir hönd skjólstæðing síns hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Af 414 milljarða skatttekjum ríkissjóðs á árinu 2008 var tekjuskattur einstaklinga 23% en tekjuskattur lögaðila 8% og tryggingagjöld 10%. Af þessu má sjá að almenningur borgar heldur mikla skatta miðað við fyrirtækin. Aftur erum við sammála.
Hvað varðar Davíð Oddsson þá man ég að hann ræddi opinberlega um að ríkið ætti ekki að vera innheimtuaðili félagsgjalda fyrir SI. Sveinn Hannesson, þáverandi framkvæmdastjóri SI mótmælti honum iðulega í fjölmiðlum enda lítt hrifinn af þessari skoðun Davíðs. Sem sagt; Kristbjörn Árnason og Davíð Oddson eru líka sammála.
Hvar endar þetta? Er Kristbjörn Árnason alltaf svona hrikalega sammála hægri mönnum? Hann á bara eftir að lýsa yfir andstöðu sinni við innheimtu ríkisins á afnotagjöldum RÚV og félagsgjöldum fyrir pólitísk hagsmunasamtök sem er froðukennd leyniorð yfir stjórnmálaflokka.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.4.2010 kl. 23:00
Sæll aftur SigurðurÞetta mál hefur ekkert hægri - vinstri að gera. Þarna er bara verið að hræra saman ólíkum hlutum sem ekki eiga að eiga samleið.Það er eðlilegt að atvinnurekendur myndi með sér stéttarfélög, en þeir verða greiða sjálfir persónulega sín stéttarfélagsgjöld, rétt eins og launamenn verða að gera það. Þau gjöld mega ekki vera hluti af rekstrarkosnaði fyrirtækja sem margir koma að s.s. eigandi of e.t.v. margir starfsmenn sem allir eiga að fá heiðarlegan arð af afrakstri fyrirtækisins.Allt annað ber keim af óheilbrigði í rekstri er leiðir síðar til spillingar og óvirðingu gagnvart starfinu. Þótt ég sé vinstri maður hef ég átt gott samstarf með hægri mönnum og þannig eiga málin að vera, skoðanafrelsi og virðing fyrir mismunandi sjónarmiðum.góða nótt.
Kristbjörn Árnason, 28.4.2010 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.