Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Gamla brúin traustari en sú nýja?
16.4.2010 | 11:58
Óneitanlega veltur maður því fyrir sér hvers vegna gamla brúin stenst flóðið en ekki sú nýja. Sú gamla var byggð á fjórða áratugnum en sú nýja tekin í notkun í lok síðustu aldar. Gamla brúin er aðeins styttri en sú nýja.
og nú má aka yfir gömlu brúnna en þeirri nýju var bjargað með því að rjúfa veginn við hana. Þetta er nú bara eitthvað undarlegt.
Umferð takmörkuð um brúna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 23
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 160
- Frá upphafi: 1647070
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 134
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég hef nú reyndar ekki séð fréttir um að nýja brúin hafi skemmst. Hins vegar þá eru vegir að henni væntanlega hannaðir þannig þeir fara á undan brúnni. Svo voru þetta nú líka viljandi skemmdir á veginum við brúnna til að minnka líkurnar á að hún færi.
Ef flóðið hefði orðið stórt þá finnst mér líklegt að gamla brúin hefði farið á undan þeirri nýju.
eir@si, 16.4.2010 kl. 12:18
Það er ekki enn búið að loka skörðunum sem gerð voru í veginn beggja vegna brúar. Þar sem ekki er hægt að aka að brúnni er hún auðvitað úr leik, þótt sjálf brúin hafi ekki skemmst.
Var ekki fyrst og fremst gripið til gömlu brúarinnar til að koma mjólkinni frá bændum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.4.2010 kl. 12:59
Er ekki nýja brúin bara of stutt?
Annars held ég að Axel Jóhann hafi lög að mæla. Ef veginn vantar að brúinn, þó ekki væri nema öðrum megin frá, en gamla brúin er enn vegtengd, sýnist eindregið að nota heldur þá vegtengdu fyrir þann 12 tonna flutning sem leyfður var.
Sigurður Hreiðar, 16.4.2010 kl. 15:51
Ég hef einmitt verið að hugsa á svipuðum nótum. Mér finnst dálitið undarlegt að það hafi þurft að rjúfa skörð í veginn til að bjarga nýju brúnni -og sumir hafa allt að því fullyrt að þessar ráðstafanir hafi einmitt bjargað brúnni - en sú gamla stendur keik án þess að þurft hafi að rjúfa veginn að henni. Þetta vekur mann óneitanlega til umhugsunar.
Theódór Gunnarsson, 16.4.2010 kl. 16:11
Bestu þakkir fyrir innleggin. Sýnist að eitthvað sé að fyrst aðstæður við gömlu brúna séu betri en við þær nýju.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.4.2010 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.