Kort af Eyjafjallajökli, gossprunga og flóð

100415_kort_af_jokli_og_flo_981464.jpg
Gott kort af Eyjafjalljökli og staðháttum hefur vantað í fjölmiðlum. Birti því þetta sem ég fékk af vef Jarðvísindastofnunar. Setti inn til viðbótar nokkrar upplýsingar.

Jarðvísindamenn hafa sett inn á kortið fjölmargar nytsamar upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa. Þarna er toppgígur Eyjfjallajökuls vel merktur. Gossprungan er greinilega tvískipt. Ég hef svo bætt við flóðinu úr báðum hlutum hennar, annars vegar til norðurs og hins vegar til suðurs.

Jökullinn er vinsæll til útivistar. Á hann hef ég merkt helstu gönguleiðina yfir hann, svokallaða Skerjaleið. Hún er kennd við Sker sem eru í norðvestanverðum jöklinum og er gömul gossprunga.

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er þarna merkt. Á Hálsinum má sjá „gömlu“ gosstöðvarnar. Einnig er Steinsholtsjökull merktur inn á kortið.

Að lokum er ekki úr vegi að benda á allan þann fróðleik sem hægt er að hafa á vef Jarðvísindastofnunar, en slóðin þar er  http://www.jardvis.hi.is/page/jardvis_eyjogos.


mbl.is Smöluðu búfé í öskufalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband