Gígopin er suðvestan í toppgígnum

100414_5vh_oskufall_kl_1038.jpgSkortur á myndum af hamförunum og afleiðingum þeirra er að verða yfirþyrmandi. Meðfylgjandi mynd er þó fengin úr vefmyndavél Mílu á Fimmvörðuhálsi og er greinilegt að öskufall er þar mjög mikið. Myndin var tekin kl. 10:38.

Neðri myndin var tekin nákvæmlega hálftíma áður. Á þessum myndum er mikill munur. skyggnið hefur greinilega farið versnandi.

Af þeirri mynd sem fylgir með fréttinni er greinilegt að gígopin eru suðvestan í gígnum. 

Neðst á myndinni er hvítt svæði, það er líklega Hámundur, efsti hluti Eyjafjallajökuls.

100414_5vh_oskufall.jpg

Lengst til vinstri er annað og smærra  svæði og það er ónafngreindur tindur, vestan við Hámund og sunnan við Guðnastein.

 

 

 


mbl.is Sigdæld myndast í jöklinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Áðan sagðir þú að gígopin væru greinilega norðaustan í gígnum en nú eru þau allt í einu greinilega suðvestan í gígnum. Þau hafa alltaf verið suðvestan í gígnum eins og kom strax fram á myndinni og allir sáu nema þú. Staðsetning þeirra suðvestan í gígnum skýrir hlaupið sem komið er í Svaðbælisá og rennur rétt austan við hlaðið á Þorvaldseyri og mun renna í sjó fram rétt vestan við Stóruborg. Þetta fatta þeir sem þekkja til staðhátta á svæðinu.

corvus corax, 14.4.2010 kl. 11:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður fylgist vel með.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 11:52

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Krummi. Finnst betra að það sé samræmi í fyrirsögn og texta. Einhverra hluta vegna setti ég norðaustan í fyrirsögn en í textanum var réttilega suðvestan. Nauðsynlegt að laga svona.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2010 kl. 11:53

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ásdís. Ferlega óþægilegt að vera nappaður á þennan hátt. Var að laga þetta þegar Krummi datt inn með athugasemdina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2010 kl. 11:55

5 Smámynd: corvus corax

Góður! Ég tók eftir misræminu í fyrirsögninni og textanum og ákvað að stríða þér aðeins ...vonandi erfir þú það ekki við mig.

corvus corax, 14.4.2010 kl. 12:46

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, ég er svo hörundssár að ég mun leggja þig í einelti hvar sem ég sé þig og banna þig á blogginu mínu og alla þína ætt ... ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2010 kl. 13:02

7 Smámynd: corvus corax

...en guð launar fyrir hrafninn.

corvus corax, 14.4.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband