Surtsey, Heimaey, 5VH og Eyjafjallajökull

100414_surtsey_m_skyr.jpg

Nauðsynlegt er að fá uppgefið hvort vatnavextir í Lóninu eða Markarfljóti séu meiri en við leysingar að vori. Miðað við myndina sem fylgir fréttinni sýnist mér vatnið í Markarfljóti ekkert meira en oft á vorin eða sumrin.

Hér er meðfylgjandi lítið kort sem sýnir afstöðu Surtseyjar, Vestmannaeyja og Eyjafjallajökuls. Ég man eftir því þegar gaus á Heimaey að vangaveltur voru uppi meðal jarðfræðinga að tengsl væru milli Surtseyjargossins, gossins í Heimaey og þeirrar staðreyndar að Katla hafi ekki gosið. Þessi gos hafi hugsanlega dregið úr þrýstingi á Kötlu. þekking manna á þeim tíma var að vísu miklu minni en nú á dögum.

Set hérna líka inn mynd úr vefmyndavélinni í Surtsey. Hún horfir til norðausturs en ekkert sést til gosstöðvanna á Eyjafjallajökli vegna skýjafars. Ekki heldur til meints 4.500 m hás gosmökks.

100414_surtsey_vefmyndavel.jpg

Fyrir nokkrum vikum var ég að ganntast með bollaleggingar fólks um Kötlugos. í bloggi mínu frá 6. apríl segir:

Gaman er að fylgjast með bollaleggingum fólks um Kötlugos. Klofningur hefur orðið í hópi glöggskyggna manna. Hluti þeirra heldur því fram að gos hefjist í Kötlu þann 14. apríl en þá kviknar nýtt tungl. Hinn hópurinn heldur að gosið hefjist þann 30. apríl en þá verður næst fullt tungl.

Nú hefur komið á daginn að ekki gýs í Kötlu heldur í Eyjafjallajökli og það er 14. apríl, nýtt tungl hefur kviknað og nýtt gos. Og hvað skyldi nú gerast 30. apríl þegar tunglið verður fullt? Þori varla að hugsa þá hugsun til enda. Skyldu glöggskyggnir hafa eitthvað til síns máls?

 


mbl.is Gosið er nálægt hábungunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo hafa verið nokkuð um skjálfta á Öskju og Upptyppinga svæðinu sem er í þessari línu. Spurningin hlýtur að vera hvort samhengi sé þarna á milli.

Katla situr svo á hlíðarlínunni og spennan magnast hvort hún komi inná og taki þátt í leiknum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2010 kl. 10:12

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

14.000 fet, ekki metrar.  Það gerir u.þ.b. 4.500 metra.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.4.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takka fyrir ábendinguna, Axel. Laga þetta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband