Skýringarmynd og kort af Eyjafjallajökli
14.4.2010 | 08:02
Inn á myndina hef ég merkt helstu stađhćtti sem getiđ er um á kortinu.
Svo skulum viđ hafa ţađ á hreinu ađ gríđarstór gígur er efst í Eyjafjallajökli og er hann fullur af ís eđa jökli. Skarđ er í gígnum og fellur skriđjökull bratt niđur úr gígnum og á láglendi. Hann fellur á milli tveggja skolta, Ytri-Skolts og Innri-Skolts. Bratti jökulsins er svo mikill ađ hann hefur veriđ nendur Falljökull.
Fyrir neđan hefur Gígjökull rutt upp landinu og síđan hann tók ađ hörfa hefur myndast lón.
Sé gos hafiđ í Gígjökli og mćlingar sýna vaxandi vatn í Jökullóninu ţá hafa vatnavextirnir gerst mjög hratt, slíkt er falliđ
Rennsli eykst undir Gígjökli | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:04 | Facebook
Athugasemdir
Lóniđ heitir útfall Gígjökullóns. Gígjökull fellur beint niđur úr toppgíg Eyjafjallajökuls. Toppgígurinn er í raun askja međ brúnir í um 1650 m hćđ. Ţađ er lán í óláni hversu gífurlega jökullinn hefur ţynnst á síđustu tveimur áratugum. Gígjökull ekki svipur hjá sjón. Viđ megum ţví búast viđ ađ hlaup verđi miklum mun minna en áriđ 1821, en ţá gaus á svipuđum slóđum.
Áhugavert vćri ađ fá einnig fréttir af vatnsrennsli í Steinholtsá austur af toppgígnum. Sem og ánum vestan viđ; Sauđa, Selá og Akstađaá, en allar ţessar ár voru nánast ţurrar nema Steinholtsáin sem rann blátćr, fyrir viku síđan.
Enn enn eru vćttir Eyjafjalajökuls ţjóđinni hliđholl, gáfu tveggja daga lestrarfrí fyrir skýrsluna, og hófu svo landbyggingarstarfsemina aftur, ţví eldfjöll byggja uppland og ekki veitir af.
Ásta , 14.4.2010 kl. 08:22
Takk fyrir innleggiđ, Ásta.
Heyri í útvarpinu misvel upplýsta fréttamenn tala um ađ vaxiđ hafi í ám. Raunar hefur ađeins vaxiđ í Lóninu og útfalli ţess. Helmingsaukning sem ţykir nú ekki mikiđ. Raunar nennir enginn ađ gera samanburđ og halda ţví blákalt fram ađ 150 cm vatnshćđ sem gríđarleg. Ég hef oft séđ meira vatn í Lóninu vegna einfaldra leysinga.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 14.4.2010 kl. 08:31
Mjög fínar myndir hjá ţér Sigurđur! ...og alveg rétt hjá ţér Ásta. Ég ćtla ekkert ađ vera vođalega "picky", en hún heitir víst "Steinsholtsá"! Skemmst frá ţví ađ segja ađ ég hef ţvćlst um Ţórsmörk og Gođaland allt síđan um 1970 (ţá auđvitađ lítill pjakkur), og taldi mig nokkuđ glöggan á mörg stađarheiti ţar innfrá, en ţađ var ekki fyrr en í fyrrasumar, sem ég fór á Ţórsmörk međ bóndanum í Syđstu-Mörk honum Guđjóni Ólafssyni, ađ ég fékk ađ vita ţetta međ Steinsholtsá!!
Kristinn Rúnar Karlsson, 14.4.2010 kl. 08:38
Sćll Kristinn.Ég tók ekki eftir ţessu hjá Ástu en áin heitir Steinsholtsá, tvö eignarföll í ţrísamsettu örnefni. Ekki beinlíns ţjált ađ bera nafniđ fram en svona er ţađ.
Til viđbótar viđ ţađ sem Ásta segir ţá vil ég fullyrđa ađ ég hafi aldrei ekiđ inneftir og séđ allar lćki og ár tóma ţar til komiđ var ađ Lóninu. Ţetta var um síđustu mánađamót.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 14.4.2010 kl. 08:48
Já, ţađ er alveg međ hreinum ólíkindum Sigurđur!
Kristinn Rúnar Karlsson, 14.4.2010 kl. 09:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.