Skyndilegt lífsmark undir jöklinum
14.4.2010 | 02:33
Samkvæmt jarðskjálftagrafi Veðurstofunnar á vedur.is er að sjá sem upptök jarðskjálftanna séu í toppgígnum sunnanverðum. Jafnvel sunnan við hann, sunnan Hámundar, sem er hæsti tindur jökulsins.
Undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hafa jarðskjálftarnir verið ofan Steinsholtsjökuls sem eru í jöklinum norðaustanverðum. Þetta kemur því nokkuð á óvart.
Þegar þetta er skrifað, um 02:30, er ekki að sjá að gos sé byrjað né heldur eru merki um gos nema á óróamælum Veðurstofunnar. Mælarnir á Goðabungu, Mörk og Skógum hafa verið hundflatir en allt í einu má sjá hviður.
Sunnanverður Eyjafjallajökull er mjög brattur. Jökullinn er þykkur þarna efst en mestur er jökullinn í gígnum sjálfum.
Sé kvikuhlaup undir Eyjafjallajökli er alls óvíst hvar það kemur
upp, komist það á annað borð upp á yfirborðið.
Síðast hljóp kvikan langar leiðir og náði yfirborði fyrir einskæra tilviljun á Fimmvörðuhálsi. Ekkert bendir enn til þess að það gerist núna.
Sem sagt, alls ótímabært að lýsa því yfir að Eyjafjallajökull sé til hvílu lagstur.
Rýming við Eyjafjallajökul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
mér sýnist á óróamælum núna kl 03 að gos sé í þann veginn að hefjast ef ekki hafið.
Óskar, 14.4.2010 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.