Ýmislegt um iPad sem vantar í grein Árna

Ýmislegt vantar í þessa góðu grein Árna Matthíassonar. Hann hefði að ósekju getað sagt meira frá tæknilegri hlið málana. Ég skal nefna nokkur atriði sem ég man eftir.

iPad er með vafra, Safari. Sá hefur reynst afar vel en menn kvarta einna helst yfir því að hann styður ekki flash sem þýðir að sumar vefsíður opnast ekki fullkomlega. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir hjá Apple telja Flash mjög óhentugt, taki of mikla orku og sé ekki gott. Aðrir kostir séu betri enda Flash hingnandi tæki. Um það dæmi ég ekki en þetta er nokkuð slæmur galli. 

Póstforritið Mail er í iPad. Það er frá Apple og hefur reynst afskaplega vel.

Í iPad má geyma ljósmyndir sem þykir nú ekki merkilegt, slíkt er hægt í flestum símum og rafrænum músikdósum. Munurinn er hins vegar að vistunin á myndunum er afskaplega neytendavæn og auðvelt að kalla fram myndir. Gagnrýnt hefur verið að myndirnar sé ekki hægt að setja beint inn í iPod heldur þarf að millifæra þær úr Makka. Eflaust er hægt að taka undir það.

Í iPad er músíkdós og auðvitað aðgangur að iTunes til kaupa á tónlist, sjónvarpsefni, kvikmyndum, bókum og ekki síst forritum fyri iPad. Kosturinn er sá að fjölmargir stórir bókaútgefendur og daglaðaútgefendur bjóða nú upp á iPad-vænan aðgang að efni sínu. Miklar líkur eru því á að í almenningsfarartækjum lesi menn ekki hefðbundin pappírsblöð eða bækur í nánustu framtíð heldur haldi á iPad.

Kort frá Google eru í iPad og hægt að finna staði og götur með aðstoð Google service. Hisn vegar er ekki innifalin GPS tækni hvað sem síðar verður.

Lyklaborð er hægt að kalla fram á skjánum og senda tölvupóst, nota forritið Notes, minnismiðana þannig að auðvelt er að hafa kalla þá fram eftir þörfum.

Ekki má gleyma Calendar og hægt er að samræma það við dagatalið í vinnutölvunni og heimatölvunni eftir þörfum.

Annað forrit, Contacts, er í tölvunni. Á sama hátt er hægt að samræma nafnalistann við aðrar tölvur sem eigandi iPod á. Þannig þarf bara einu sinni að færa inn hvert nafn. 

Fjölvinnsluforritið iWorks er í iPad og inni í því er m.a. ritvinnsluforritið Pages. Í því er hægur vandinn að vista skjöl t.d. sem Word skjöl eða pdf. Pages er annars mjög gott ritvinnsluforrit sem ég hef lengi notað og tek fram yfir Word að öllu leyti.

Fleira má eflaust nefna af gæðum iPad en ljóst má vera að tækið er ekki fullkomið. Þess vegna ætla ég að bíða með að kaupa það, geri ráð fyrir að önnur útgáfa þess verði fullkomnari. Víst er þó að við erum að horfa tilframtíðar með iPod. Árni Matthíasson segir í upphafi greinar sinnar:

Spurt er: Er iPad boðberi nýrra tíma, eða bara iPod sem fer illa í vasa? Mun nokkur vilja eiga apparatið nema hann eigi fyrir alltof marga Makka? 

Mitt svar er að framtíðin kann að fara illa í vasa til að byrja með en tækið mun marka stefnu og smám saman verður það þróað í þá átt sem best hentar og fleiri tæki munu án efa koma í kjölfarið. Hvað seinni spurninguna varðar þá skiptir framleiðandinn ekki höfuðmáli, fyrst og fremst notagildið. það verður þó ekki af Apple skafið að fyrirtækið hefur lengi haft forystu í tölvumálum.


mbl.is Boðberi nýrra tíma eða stofustáss furðufugla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er talað úr mínu hjarta. En ég er auðvitað forfallinn makkamaður og get ekki hugsað mér annað. Þetta er fyrsta kynslóð iPad og enn á eftir að betrumbæta og lagfæra. Þetta er tæki framtíðarinnar engin spurning. Varðandi spurningu Árna segi ég: Já takk einn iPad og helst strax. Vasar skipta engu máli.

Finnur Bárðarson, 8.4.2010 kl. 15:36

2 identicon

Sæll.

Flash er vonandi á leiðinni út á næstunni allavega að einhverju leyti. Nýja tagið í HTML5 býður upp á að gera ýmislegt sem áður var bara hægt með Flash. Það er hægt að treysta því að Safari styðji vel við HTML5 þegar að því kemur ef þeir gera það þá ekki nú þegar.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband