Gríðarleg landkynning ef af verður

Varla er það ofsagt að Top Gear er með skemmtilegustu þáttum í sjónvarpi. Bæði er að stjórnendur taka sig mátulega alvarlega og þeir eru að auki miklir húmoristar. Og klippingar og framsetning þáttarins gerir hann mjög líklega enn betri.

Þátturinn um ökuferðina á segulpólinn var frábær rétt eins og allir aðrir. Man einnig eftir þætti um ökuferð frá Saigon (eða Ho Chi Minh borg) í Vietnam og norður til Hanoi. Allt í einu fékk maður það á tilfinninguna að Vietnam væri mjög svo áhugavert land að heimsækja, einstakt landslag, mikill gróður og yndislegt fólk.

Þannig verður það áreiðanlega með þáttinn um eldgosið á Fimmvörðuhálsi, hann mun vekja athygli milljóna áhorfenda Top Gear og fá fjölmarga þeirra til að leggja leið sína til íslands. 


mbl.is Top Gear hyggst skoða eldgosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

http://biggibraga.blog.is/users/28/biggibraga/files/Gamalt/motorworld_1995_6920.mp4

Birgir Þór Bragason, 5.4.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Clarkson kom hingað 1994 og hér er útkoman

Birgir Þór Bragason, 5.4.2010 kl. 14:44

3 identicon

Þeir þættir sem ég hef séð hafa verið afar góðir ... sérstaklega fannst mér gaman að þætti einum þar sem þeir voru að leita að "skemmtilegasta" vegakaflanum í Evrópu. Þeir fundu hann svo í Ölpunum og óku hann, hver á sínum sportbílnum. Man ekki nákvæmlega hvaða vegarkafli þetta var, en hann reyndist sannarlega stórkostlegur og síðan hefur mig langað að aka hann sjálfur - einn góðan veðurdag.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 14:54

4 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta eldgos á Fimmvörðuhálsi er að verða okkur drjúg auðlind. Frábært.

Og takk fyrir alla pistlana um gosið þarna,Sigurður.

Sævar Helgason, 5.4.2010 kl. 15:04

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, ég man eftir þessum þætti um vegarkaflann í Ölpunum. Fannst líka gaman af honum.

Takk fyrir Sævar, ánægjulegt að fá svona komment frá þér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.4.2010 kl. 15:24

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Magnaðir þættir, það segirðu satt, væri til í að fá þá hingað í þáttagerð.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2010 kl. 17:13

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þeir hafa metnaðinn sem og kunna þetta báðir tveir þe Arctic Trucks og Top Gear

Jón Snæbjörnsson, 5.4.2010 kl. 17:27

8 Smámynd: Hamarinn

Hvernig stendur á því, að fólk heldur alltaf að það sé GRÍÐARLEG landkynning ef það er einhversstaðar minnst á Ísland eða sýnt myndbrot héðan. Þetta mun ekki hafa mikil áhrif.

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband