Ja, hérna, girðingar og allt ...

Forvitni manna og jafnvel heimsku gagnvart náttúruöflunum eru lítil takmörk sett. Hins vegar verður maður æ meir undrandi á viðbrögðum yfirvalda og raunar frásögnum fjölmiðla. Veit sannarlega ekki hvernig á að flokka þær gjörðir ...

Ja, hérna, gáfumannafélagið búið að panta girðingu sem ætlað er að setja upp á Fimmvörðuhálsi. Girðing ein og sér hefur ekkert að segja. Til viðbótar þarf mannskap til að halda fólki frá.

Hvað gerist þegar einhver kemst bak við girðinguna og kemst síðan ekki fram fyrir hana þegar hraunið skríður fram? Eða er ætluna að að setja upp margra kílómeters langa girðingu?

Hvað gerist þegar hvessir verulega? Hver ætlar þá að passa upp á grindverkið, reisa það við þegar það fýkur á hliðina?

Snúum okkur nú að frétt mbl.is. Svo öllu sé nú til haga haldið þá er farið niður á Heljarkamb hvort heldur að farið sé suður eða norður hann. Um aðrar áttir er ekki að ræða. Af Heljarkambi er má sjá niður í Hrunárgil á aðra hönd en Hvannárgil á hina. Útsýnið er hins vegar frekar takmarkað, sérstaklega til austurs.

Hraunið er að renna undir snjóinn og svo hrynur niður þar sem fólk er nýbúið að standa,“ sagði Svanur. ...
... Á þeirri leið þarf að ganga upp snjóbrekku sem getur mögulega brostið og skriðið fram. „Fólk virðist vera tilbúið að leggja sig í lífshættu til að komast kannski örlítið nær,“ sagði Svanur. 

Þarna er vitnað í formann Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Ég get eiginlega ekki séð fyrir mér snarkheitt hraunið renna undir snjóinn, jafnvel þar sem fólk hefur staðið. Og þessi snjóbrekka, hún er nú meira náttúrufyrirbrigðið. Kannski þyrfti bara að setja girðingu í kringum hana enda líklega meira til vandræða en saklausir ferðamenn.


mbl.is Hraunið verður afgirt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þetta er heimskuleg ráðstöfun. Girðingar hafa aldrei stoppað forvitið fólk.

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skapa að hluta meiri hættu en minni! Það sem ekki má er freistandi fyrir fávita.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 00:21

3 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Ég held að þið gerið ykkur ekki grein fyrir því hvað fólk er að gera þarna uppi. Jeppar aka upp á hið nýformaða fell, enn glóðvolgt. Fólk gengur upp á Fimmvörðuháls, illa klætt og matarlaust og reiðir sig á að björgunarsveitir reddi þeim. Jeppa- og snjósleðafólk ekur glannalega og virðir ekki skynsemismörkin. Ég get vel skilið að björgunarsveitarmenn séu áhyggjufullir miðað við það sem ég hef séð og heyrt. Þeir segja að það sé ekki spurning um hvort slys verði- heldur hvenær.....ég er mest hissa á að ekkert hafi gerst enn..........

Framtak Útivistar og Íslenskra fjallaleiðsögumanna, að bjóða upp á skipulagðar ferðir, var mjög gott og til þess fallið að koma skikk á ferðir þeirra sem eðlilega vilja upp, og gera þær ferðir öruggari og undir góðri leiðsögn. Við sem teljum okkur vera vant fjallafólk þekkjum hvað aðstæður geta breyst hratt, og hvað góður útbúnaður getur skipt máli. Við eigum ekki að vera að draga úr eða gera lítið úr viðbúnaði björgunarsveitanna, við eigum að styðja þær. Ég get fullyrt að fæst hefur verið sagt í fréttum sem gerst hefur þarna uppi og er í hæsta máta stórhættulegt.

Harpa Björnsdóttir, 31.3.2010 kl. 01:20

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Harpa þú ert með á nótunum.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 01:29

5 Smámynd: GAZZI11

Þetta er fullkomlega galið og það fáránlegasta sem ég hef heyrt, að girða gosið / hraunið af. Allgjör snilld að láta sér detta þetta í hug. Hlýtur að vera úthugsað og fær sennilegasta bjartsýnisverðlaun Bröste eða hvað það heitir ..

GAZZI11, 31.3.2010 kl. 01:42

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef enga trú á að hugmyndin um girðingu á Fimmvörðuháls sé ættuð frá björgunarsveitunum. Þær þekkja aðstæður miklu betur en svo að lát sér detta í huga aðra eins fásinnu.

Auðvitað hefur fólk áhyggjur af fámennum hópi sem lætur sér ekki segjast, viljandi eða óviljandi. Fimmvörðuhálsinn er stórhættulegur þeim sem ekki fer varlega en það eru aðrar og vænlegri aðferðir til að hafa áhrif á fólkog það er einfaldlega að staðsetja fleiri björgunarsveitir á Hálsinum og þar séu lögreglumenn, ekki bara við gíginn heldur við útsýnisstaðinn ofan við Hrunárgil og einnig vestan við gíginn.

Þetta myndi hafa gríðarleg varnaðaráhrif, fæla fólk frá því að aka undir áhrifum, sem hefur verið alltof algengt, koma í veg fyrir ógætilegan akstur og ekki síst mun það styrkja björgunarsveitarmenn í þeim störfum sem þeim er ætlað að sinna þarna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.3.2010 kl. 08:16

7 Smámynd: Stefán Stefánsson

Kannski væri réttast að kalla allt björgunarlið heim og lofa bara þeim sem vilja taka áhættu að fá ef til vill hraunkambinn yfir sig eða eitthvað álíka.
Þá væri fólk raunverulega á eigin ábyrgð og þyrfti ekkert að búast við því að verða bjargað. En vonandi er þetta fámennur hópur sem hagar sér svona.

En svona í alvöru talað  þá ætti að vera skipulag á ferðunum þarna uppeftir og að sjálfsögðu ætti líka að vera skráning hverjir fara að gosstöðvunum.
Þetta er auðvitað stórkostlegt sjónarspil, en þetta er líka stórhættulegt og alveg dauðans alvara.

Stefán Stefánsson, 31.3.2010 kl. 08:38

8 Smámynd: Hamarinn

Harpa.

Hvaða bull er þetta.Jeppar aka upp á hið nýformaða fell.

Ég var þarna í gær og sá ekki nokkurn jeppa nálægt felllinu, hvað þá hjólför. Ég gat ekki séð neinn vera að fara sér að voða þar sem ég var.Þó að einn og einn hálfviti sé þarna, þá þarf ekki að hlekkja alla hina.

Svo ein spurning.

Hefur eitthvert ykkar farið þarna upp?

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 09:30

9 Smámynd: eir@si

Harpa:

Það aka engir upp á hið nýformaða fell.  Öðrum megin við það er gígurinn og hinum meginn renna enn niður glóandi hraunmolar.  Þú hefur eitthvað misskilið þetta.

Þessi forsjárhyggja yfirvalda kemur hins vegar í veg fyrir að fólk sem  kann fótum sínum forráð geti skoðað náttúruna.  Það sem síðan skemmir myndina er að á sama tíma og það er talað um að setja upp girðingar þá kemur frétt um að veitingamenn á Hótel Holti bjóði upp á hraungrillaðan humar.  Sjá Fréttablaðið.

En það undarlega er að fréttin er frá björgunarsveitarmanni og það er ekki hægt að skilja hann öðru vísi en að snjóbrekkan  ógurlega sé Brattafönn sem líklega flestallir útivstarmenn sunnan Heiða hafa gengið mýmörgum sinnum og er ekki þekkt til að vera til vandræða.

eir@si, 31.3.2010 kl. 09:43

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Girðum af banka og fjármálafyrirtæki og lýsum yfir hættuástandi þar fyrir íslenskt efnahagslíf!

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2010 kl. 14:25

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þarna er ég samála þér Guðmundur þó firr hafi verið.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband