Áheyrilegur og sennilegur maður

Eru fleiri en ég sem finnst erfitt að fatta hvað Dagur B. Eggertsson er yfirleitt að segja? Ég viðurkenni þó að allt sem af vörum hans fellur er afar áheyrilegt og sennilegt. Hins vegar er ég sjaldnast neinu nær um kjarna málsins, oftast miklu ruglaðri. En það lýsir nú bara mér - ekki Degi.
mbl.is „Mörg hundruð störf í húfi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki einmitt málið  hjá "góðum" stjórnmálamanni að geta talað og talað án þess að segja nokkuð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 17:09

2 identicon

Þarna sagðir þú einmitt nokkuð, Sigurður, sem ég þorði ekki að segja.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:51

3 identicon

Hér er reyndar einn sama sinnis:

http://bordeyri.blog.is/blog/daegurmal/entry/1035551/

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:54

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þá erum við þrír, ég, Grefillinn og Borðeyringurinn. Þrír vitleysingar sem skilja ekki boðskapinn?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.3.2010 kl. 17:58

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Við erum fjórir! það verður að vinna þessi störf þó þau séu einkavædd,Botna ekkert í svona málflutningi.

Þórarinn Baldursson, 27.3.2010 kl. 18:22

6 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

LOL.....

"Babyface" að gjamma um ekkert....

Birgir Örn Guðjónsson, 27.3.2010 kl. 20:49

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hann hefði verið kallaður Spreðigosi í mínu ungdæmi.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.3.2010 kl. 21:33

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tekk mjög undir orð þín Sigurður og hef lengi velt því fyrir mér hvort ég væri einn svona vitlaus að skilja hann illa og þola hann alls ekki.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.3.2010 kl. 23:30

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann heitir ekki Blaður Ekkertson fyrir ekki neitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2010 kl. 00:41

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er sammála ykkur. Talsmáti hans og tjáning er innantómt blaður.

Og svo þessi stöðuga þumalputtatjáning! Fjórir fingur krepptir og þumallinn upp í loft  Ömurlega tilgerðarlegt. Spurning hvort hans pólitíska hugsun komi úr þessum þumlum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 01:44

11 identicon

Dagur minnir mig dálítið á bangsa sem ég átti einu sinni.

Þegar maður hvofldi honum og rétti hann svo við aftur sagði hann mmmuuuuuu ... og ég man að ég hvolfdi honum aftur og aftur til að heyra sama muuuið aftur og aftur ... alveg þangað til greyið varð rámur og missti loks röddina fyrir fullt og allt.

Dagur minnir mig sem sagt á þennan bangsa ... en ég pant vera með disclaimer eins og Sigurður ... altso ... að "kannski segir það sem ég segi bara meira um mig sjálfan en þá sem ég segi það um".

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband