Fimmvörđuskáli varinn međ járnplötum

tyrfingur_mynd_b.jpg

Félagar mínir í Útivist fóru í morgun í vinnuferđ upp ađ Fimmvörđuskála. Ţeir óku á nokkrum bílum upp frá Skógum međ járnlötur sem ćtlunin er ađ negla á Fimmvörđuskála til ađ hlífa honum viđ hraunslettum ef hiđ ótrúlega gerđist ađ gosiđ myndi fćrast í aukanna eđa breytast á einhvern hátt.

Einn ţeirra, Óli Ţór Hilmarsson, hringdi í mig í morgun og sagđi ţađ hafa veriđ undarleg tilfinning ađ aka fram úr fjölda fólks á upphćkkuđum bílum af fínustu sort og gerđ.

Viđ vorum svona eins og útrásarvíkingarnir voru fyrir nokkrum árum, ţeysandi um á dýru flottu bílunum međan pöpullinn ţurfti ađ láta sér nćgja ađ ganga,“ sagđi hann, og kvađst skammast sín pínulítiđ. „En ţađ leiđ fljótt hjá,“ bćtti hann viđ. Ţess má geta ađ hann ásamt fleirum úr ţessum hópi hafa gengiđ upp á Fimmvörđuháls mjög oft og ţekkja hann betur en flestir, jafnvel betur en ég.

Ţetta er sami hópurinn og gekk upp úr Básum og á Hálsinn í gćr. Ţá voru ţeir ađ kanna hvort ađstćđur leyfđu ađ fólk fćri ţeim megin upp. Svo reyndist vissulega vera enda varla til betri stađur ađ fylgjast međ hamförunum, hraunfossinum og -fljótinu í Hrunárgili og Hvannárgili og ekki síđur gosstöđvunum sjálfum ţegar upp á Bröttufannarfjall er komiđ. Miklu skemmtilegra er ađ ganga upp úr Básum en frá Skógum. Ţađ tekur skemmri tíma og ótalmargt ađ sjá tengt gosinu.

Og hvar varst ţú? Af hverju ert ţú ekki á Fimmvörđuhálsi? Ţessar surningar dynja á mér

Skýringin er einföld. Ég ligg veikur í einhverjum flensuskít og hef gert frá ţví síđasta mánudag. Fjarri öllu góđu gamni, en er ákveđinn ađ vera búinn ađ ná heilsu eftir helgina og  ţá ...

Međfylgjandi mynd tók frćndi minn Tyrfingur Kárason í vikunni af gosstöđvunum frá Fljótshlíđinni. Eiginlega er vonlaust ađ klúđra svona myndefni. 


mbl.is Betra ađ búa sig vel
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ţá er bara ađ sjá hvort ţú náir ekki ţessum flensuskít úr ţér svo ţú getir arkađ af stađ sjálfur í stađ ţess ađ láta ţér nćgja upplýsingar frá öđrum um framganginn ţarna uppfrá...

Kveđja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 27.3.2010 kl. 12:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband