Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Tær snilld ef Mogginn myndi bjóða iPad
25.3.2010 | 20:48
IPad er hluti af framtíðinni. Pappírsdagblöð eru deyjandi miðill. Allt bendir til þess að við lesum fréttir af skjám í framtíðinni.
Ég hef lengi verið áskrifandi að Morgunblaðinu. Undanfarin sex ár hef ég eingöngu lesið blað dagsins á fartölvu. Það hef ég getað á hverjum morgni, hvar sem er í heiminum.
Apple hefur verið að þróa þennan iPad sem virðist vera ofvaxinn iPhone. Hugmyndin að baki honum er hins vegar afar skemmtileg. Hann er ekki beinlínis tölva heldur hagnýtt tæki til að fylgjast með fréttum, geyma bækur og hentar líklega afar vel til lesturs, örugglega miklu betur en fartölvan.
Ég bíð spenntur eftir að geta fengið mér iPad. Og ég skora á Morgunblaðið að fara að dæmi Wall Street Journal og bjóða lesendum sínum upp á að kaupa iPad með netáskrift. Það væri tær snilld.
iPad-áskriftarverð WSJ $17,99 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 121
- Frá upphafi: 1647017
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er ekki rétt til getið hjá með að með IPad sé hægt að fá heilu bækurnar og lesa - rithöfundar gætu þá td sparað sér ýmsan útgáfukostnað sem fylgja hefðbundri útgáfustarfssemi - útgáfurétti oþh ?
Jón Snæbjörnsson, 25.3.2010 kl. 21:55
Svolítið óglögg spurning. Jú, þú getur hlaðið inn bókum. Sparnaðurinn er t.d. í prentun og dreifingu enda er ódýrara að kaupa netáskrift Moggans aðeins 2.218 kr. en „snertieintakið“ 3.890 kr. Kíktu á www.apple.com.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2010 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.