Er hraunið hálfnað út Innra-Hrunárgil?

aa_25-3_kort_halsinn.jpg

Myndin er afar falleg og til sóma. Einstaklega notalegt að láta hana rúlla án þess að þulur trufli myndefnið með misheppnuðum skáldlegum tilþrifum eins og stundum gerist hjá sjónvarpsstöðvunum.

Heyrði í gær viðtal í sjónvarpi við Harald Sigurðsson, jarðfræðing, sem ég verð endilega að kalla sveitunga minn, þ.e. báðir erum við frá Stykkishólmi. Haraldur hélt því fram að hraunrennslið í Hrunárgili færi mikinn og myndi á nokkrum dögum ná fram á Krossáraurar. 

Þessu var ég ekki alveg sammála og ræddi við einn vin minn um málið. Sá telur sig fróðastan núlifandi Íslendinga um þetta svæði og hélt því fram að hraunið myndi vera innilokað í gilinu um vikur og mánuði, veltist þar í samspili vatns og elds.

Nú sýnist mér jarðfræðingurinn hafa rétt fyrir sér en „besserwisserinn“ og ég höfum misreiknað hraunrennslið.

aa_24-3gos_dagur_4.jpg

Samkvæmt myndum frá vefmyndavél Vodafone á Þórólfsfelli má gera ráð fyrir að hraunið hafi nú þegar lagt að baki rúman helming af Innra-Hrunárgili rétt eins og sá má af kortinu sem ég fékk hjá ja.is og lagaði aðeins til.

Efri myndin var tekin í gær og þá var gufumökkurinn úr Hrunárgili ofan við Heljarkamb. Neðri myndin er frá því í morgun og þá kemur greinilegur gufumökkur talsvert neðar. Þannig má ætla að hraunstraumurinn sé kominn nálægt Heiðarhorni sem er nyrsti hluti Morinsheiðar.

Neðarlega í Hrunárgil er áreiðanlega ekki eins mikill snjór þannig að gufumekkir verða minni og ógreinilegri. Mestallt vatn í Hrunaá gufar líklega upp efst við hraunfossinn.

aa_25-3_gos_dagur_5.jpg

Fáir vita að Krossá er að stofni til Hrunaá ... Fullyrða má að um 70% af vatninu í Krossá á venjulegum degi, hvort heldur sumar eða vetur, sé úr Hrunaá.

Þetta má glögglega sjá á þriðju ljósmyndinni. Hana tók ég árið 2001 og er af brúnni yfir Hrunaá. Þarna eru líka ármót, litla „migan“ Krossá fellur í Hrunaá og eftir það ber fljótið nafnið Krossá. Svona geta nú hlutirnir æxlast.

Hrunaá er mikið skaðræði og fyrir nokkrum árum rann á hana þvílíkur æðisgangur að hún eirði engu. Hún tók brúnna og henti henni niður eftir eyrunum, breytti um stefnu, tók af bílastæðið, hirti veginn og svona má lengi telja. Síðan hefur verið ófært inn í Tungur fyrir gangandi fólk og var það mikill skaði.

p0002041.jpg

Ýmsum kann að finnast ókennilegt að Hrunárgil sé tvískipt. Þannig er það nú engu að síður. Ástæðan er einföld. Landið liggur þannig og það má greinilega sjá á meðfylgjandi korti.

Fjórða myndin er af Ytra-Hrunárgili. það er talsvert opið og tekur áreiðanlega við miklu hrauni.

Á myndina eru merkt helstu kennileiti til upplýsingar.

 

aa1_yfirlit.jpg


mbl.is „Líkt og kvikni í ísnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef einmitt verið að fylgjast með Þessari vefmyndavél og sá áðan hve gufan hefur færst mikið til norðurs frá í gær

Takk fyrir góða færslu og myndir

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband