Olli jarðskjálfti hlaupinu 1967?

steinsholt_951299.jpg

Afar forvitnilegt er að sjá að upptök flestra skjálftanna eru í norðanverðum Eyjafjallajökli á því svæði sem nefnist Steinsholt.

Þann 15. janúar 1967 hrundi þar niður mikið bjarg mikið og niður á jökulinn og lónið fyrir framan hann og olli miklu framhlaupi. Bárust þar fram um 15 milljónir rúmetrar af aur, grjóti og björgum. Þetta svæði þekkja allir sem hafa farið inn í Þórsmörk eða Goðaland enda liggur vegurinn í gegnum skriðuna.

Ástæðan fyrir hruninu var alltaf sögð vera sprunga sem myndaðist fyrir tilverknað vatns og frosts og smám saman gliðnaði hún uns bergið hrundi.

Í ljósi síðustu atburða er ekki ólíklegt að jarðskjálftar hafi þarna komið eitthvað við sögu. Má þá ekki búast við fleiri slíkum hamförum þar sem víða eru þverhnípt björg með endilangri norðurhlið þess fjalls sem ber Eyjafjallajökul?

Innan við tíu ár eru síðan lítið berg hrundi úr hlíðum Gjaltar og ofan í Tungnakvísl og áreiðanlega hafa ýmis smærri viðburðir orðið á þessu svæði án þess að fólk hafi tekið eftir þeim. Landið þarna er lifandi og breytist stöðugt.


mbl.is Merkilegt samband við Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband