Hvað segir svo Ögmundur um þessar greiðslur?

Er ekki von á því að heilbrigðisráðherra hafi eitthvað um þetta að segja? Þessi reiðinnar býsn sem hann fetti sig og gretti vegna greiðslna forvera sín til verktaka af ýmsu tagi. Auðvitað hljóta sömu forsendur að gilda með utanríkisráðuneytið.

Í Mogganum var þetta um verktakakaupin í ráðuneytinu:

„Ögmundur segir að það hafi strax vakið athygli sína hvað upphæðirnar væru háar. „Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé nær að ráða fólk til þessara starfa, ef það er mat stjórnenda að ráðuneytið sé undirmannað,“ segir Ögmundur ...“

Nú rekur Ögmundur án efa upp stór augu og fer að „velta fyrir sér“ verktakagreiðslunum í Utanríkisráðuneytinu. Þó kann að vera að það þjóni sama tilgangi að pota í Samfylkingarliðið Össur/Ingibjörgu eins og í Sjálfstæðismanninn Guðlaug Þórðarson.

Það setur áhuga Ögmundar á verktakagreiðslum í allt annað ljós - og skýrara.

 


mbl.is Utanríkisráðuneytið greiddi 29 milljónir til verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Þakkarvert“ að bætt skuli úr vanköntum

Ekki gátu fulltrúar minnihlutastjórarinnar í viðskiptanefnd Alþingis borið til þess gæfu að fara eftir reyndra manna ráðum. Ljóst er að frumvarpið um seðlabankann var einungis til þess að koma í pólitískum andstæðingi í burtu.

Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seðlabankastjóri segir samkvæmt endursögn mbl.is að frumvarpið hafi í upphafi verið mjög af vanefnum gert. „Segir Jóhannes þakkarvert að meirihluti nefndarinnar hafi þegar lagt fram breytingartillögur sem bæti nokkuð úr alvarlegustu vanköntum þess.“ Nóg er líklega eftir samt.

Minnihlutaríkisstjórnin vildi ekki fá álit Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á frumvarpinu og ekki heldur aðstoð frá Evrópu. Svo mikið liggur á að losna við Davíð Oddsson að betra er lélegt frumvarp en ekkert. augsjáanlega er betra að veifa röngu tré en öngu.

Maður gengur undir manns hönd til að leiðbeina þessari ógæfusamlegu minnihlutastjórn frá villum síns vegar, en það tekst illa. Verði þá það sem verða vill og spyrjum að leikslokum. Mín spá er sú að laga þurfi frumvarpið lengi og mun arla árið eða næsta duga.


mbl.is Af vanefnum gert í upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Karl súr fyrir hönd andstæðinga kvótans?

Hefði Karl V. Matthíasson sagt eitthvað ef Morgunblaðið hefði farið alfarið í hendur „lítils hóps talsmanna“ ESB aðilar.
Er ekki allt of snemmt að fara að spá í skoðanir kaupenda Moggans.

Hvaða tilgangi þjóna þessar vangaveltur mannsins? Er hann súr vegna þess að hann er hluti af litlum hópi andstæðinga kvótakerfis í sjávarútvegi?

Aðstæður hefðu örugglega verið aðrar hefði hann safnað liði og peningum og keypt Moggann. Eflaust hefði þá einhver annar þingmaður staðið upp og kvartað yfir ESB skoðun Karls og félaga hans.

Að minnsta kosti er allt of snemmt að tjá sig um skoðnir þessa fólk sem nú hefur keypt Moggann. Hver í ósköpunum segir að Mogginn eigi að verða einhver brjóstvörn fyrir kvótakerfið?

Fyrir mitt leyti fagna ég því bara að blaðið var ekki sett á hausinn. Til þess er það alltof mikilvægt fyrir þjóðmálaumræðuna hér á landi.


mbl.is Gagnrýnir kaup sjávarútvegsmanna á Morgunblaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafi einhver verið í vafa þá er kreppan alþjóðleg

Dæmið um Royal Bank of Scotland, RBS, sýnir og sannar að alþjóðlega bankahrunið kom flestum í opna skjöldi. Eflaust hafa einhverjir verið svo naskir að sjá vandamál framundan en ljóst er að fæstum grunaði að umbreytingin yrði svona skörp.

Í júní 2008 var RBS talinn flottasti bankinn. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tapað nærri fjórum þúsund milljörðum íslenkra króna.

Allir hljóta að sjá að hrun bankanna hér á Íslandi var ekki nein tilviljun. Út um allan heim hrundum bankar og aðrir lentu í gríðarlegum vanda.

Munurinn var hins vegar sá að einhver maðkur virðist hafa verið í rekstri íslensku bankanna, útlán hafi verið ógætileg og fjármagnsþörfin gríðarleg. Þegar kreppan skall svo á lækkaði markaðsvirði eigna en skuldirnar stóðu óbreyttar eftir.

Það varð sína þjóðinni að fótakefli að bankarnir voru orðnir allt of stórir til að ríkissjóður gæti ábyrgst innlánin. Og því fór sem fór.

Ljóst er hins vegar að útilokað er að einfalda málin þannig að bankahrunið eða þau vandamál sem fylgdu sé hægt að kenna einum hérlendum manni um. Það er ber einfaldlega vott um dómgreindarskort.


mbl.is Mesta tap bresks fyrirtækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband