Velkominn aftur, Jón
18.2.2009 | 21:30
Á þessum tímum skiptir máli að frjálslyndir menn standi saman gegn vinstri slagsíðu sem virðist komin á þjóðarskútuna.
Jón Magnússon starfaði hér á árum áður mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var formaður Heimdallar, fomaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sat í miðstjórn flokksins og gengdi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum.
Jón yfirgaf Sjálfstæðisflokkin þegar honum fannst hann ekki ná nógum góðum árangri innan hans. Ég var mjög ósáttur við Jón á þeim tíma, taldi hann hafa hlaupist á brott vegna eigin hagsmuna, hann hafi ekki sætt sig við lélegt fylgi innan flokksins. Ég var og er á þeirri skoðun að Jón gæti bara kennt sjálfum sér um. Slakt gengi þarf ekki endilega að vera þess eðlis að flokkurinn hafi hafnað honum eða flokkurinn hafi færst frá honum svo gripið sé til útslitinna frasa.
En nú er Jón kominn aftur og veri hann velkominn. Staða hans er án efa betri innan Alþingis og væntanlega mun hann framvegis taka þátt í störfum flokksins. Það er engin ástæða að dvelja við það sem á undan hefur gengið heldur horfa fram til næsta landsfundar og svo kosninganna í lok apríl.
Afar gott fólk starfaði með Jóni innan Frjálslynda flokksins og Nýs afls. Vonandi fylgir þetta fólk honum aftur inn í Sjálfstæðisflokksins. Þar á það heima.
![]() |
Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fela InDefence að sjá algerlega um samingana?
18.2.2009 | 20:37
Afar áhugavert tilboð frá InDefence hópnum. Vonandi tekur minnihlutaríkisstjórnin hana til skoðunar. Af fjölmörgum ástæðum er þetta einfaldleg of góð hugmynd til að láta framhjá sér fara.
Venjulegir borgarar fara með embættismönnum ríkisins til samningaviðræðna. Fólk sem getur sagt meiningu sína, er ekki múlbundið á klafa diplómasíu eða regluverks. Fólk sem túlkar viðhorf almennra borgara, þjóðar sem situr uppi með gerðir óreglufólks.
Betri hugmynd er ekki í boði - nema þá sú að við biðjum InDefence hópinn að sjá algerlega um samningaviðræðurnar um vexti og afborganir. Launin eru ekkert annað en ævarandi þakklæti heillar þjóðar.
![]() |
Bjóða fram aðstoð vegna Icesave deilunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað brást í uppeldinu?
18.2.2009 | 08:11
ER að velta þessu máli dálítið fyrir mér. Finnst einsýnt að ef barnið mitt gerist sekt um eitthvert óhæfuverk þá megi frekar skella skuldinni á mig, foreldrið, heldur en skólann.
Er nær að spyrja hvað misfórst í uppeldinu þegar barnið, unglingurinn, tekur þátt í að beita aðra ofbeldi?
Getum við endalaust kennt einhverjum öðrum um?
![]() |
Hópur unglinga réðist á einn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |