Íhaldsemi orðin dyggð hjá þingmanni VG

Hvers vegna býðst Evrópski seðlabankinn til að veita umsögn um frumvarpið um Seðlabankann? Þetta er áleitin spurning.

Hins vegar telur viðskiptanefnd Alþingis sig ekki hafa tíma til að bíða eftir umsögn. Sá grunur læðist að manni að eitthvað kunni að vera meira í ólagi í þessu frumvarpi en hæfiskrafa bankastjórans. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gerði sem kunnugt er athugasemd um þann lið.

Nú er allt í einu íhaldsemin orðin dyggð hjá Álfheiði Ingadóttur, þingmanni VG. Húnvill ekki „brjóta venju“. Þjóð sem er í dýpstu efnahagskreppu sem hugsast getur gæti nú alveg grætt svolítið á því að fá aðstoð erlendis frá. Nema því aðeins að asinn og lætin við að koma Davíð Oddsyni frá skipti meira máli en allt annað. 

Ásta Möller, alþingismaður, segir á í bloggi sínu http://astamoller.blog.is:

...að þar sem íslenskt fjármálaumhverfi væri byggt á lögum sem hefðu uppruna í evrópski löggjöf væri mikilvægt að fá umsögn Evrópska seðlabankans á frumvarpinu, sem hefði sérþekkingu á málinu.

Skipta þessi rök engu máli


mbl.is Afþökkuðu umsögn Seðlabanka Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFBFBSSVDLSL hreyfingin krefst kaffiboðs hjá Jóhönnu

„Raddir fólksins“ eru raddir sumra, ekki allra. Viðurkennum það bara. Svona nafngiftir eru snobb á borð við „Alþýðu“flokkinn, „Alþýðu“bandalagið, „Íslands“hreyfingin og önnur nöfn sem minnihlutahópar velja sér til að sýnast stærri eða merkilegri en þeir eru.

Við erum hérna nokkur sem nefnumst BARÁTTUHREYFINGIN FYRIR BÆTTU SIÐFERÐI Í STJÓRNMÁLUM, VIÐSKIPTUM OG DAGLEGU LÍFI EN SÉRSTAKLEGA Á LAUGARDÖGUM.

Við viljum endilega fá að ræða við heilaga Jóhönnu um stöðu Seðlabankans og Davíð Oddson vegna þess að við erum ekki alveg viss um að „Raddir fólksins“ hafi túlkað skoðanir okkar að neinu leyti. Við gerum þá kröfum til Jóhönnu að hún bjóði okkur í kaffi og kleinur (te handa mér, takk) og hún hlusti á kröfur okkar um Seðlabankann og ríkisstjórnina.

Svo finnst mér svona persónulega að Veðurstofustjóri þurfi að segja af sér. Svona veðurfar er ekki neinni þjóð bjóðandi sérstaklega þegar efnahagskreppa ríður yfir.

Hér í lokin verð ég að fá að segja frá landssamtökunum „EYRU FÓLKSINS“. Þau hafa frá upphafi kreppunnar verið gjörsamlega hundsuð og misnotkuð af hljóðvarpi, sjónvarpi, lúðrum Sturlu og kjaftagangi í heitu pottunum. Þetta fólk hefur ekkert gert af sér en þarf nú að þola efnahagshremmingar af stærðargráðu sem hingað til hefur verið óþekkt nú nú þarf það að þola hávaðann frá „Röddum fólksins“. Hversu illa er ekki hægt að fara með meirihlutahóp þjóðarinnar?


mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlu flokkarnir verða enn smærri

Um þessar mundir er án efa mikil deigla í þjóðfélaginu. Aðeins tæp sextíu prósent taka afstöðu og þotuliðið frá síðustu könnun virðist dala, Framsóknarflokkurinn og VG.

Mesta athygli vekja þó afdrif litlu flokkanna. Frjálsyndir virðast ekkert erindi eiga upp á dekk - enn sem komið er. Allt í klofningi á þeim bæ. Hins vegar er engin ástæða til að afskrifa áhrif formannsins í NV kjördæmi, góður árangur þar gæti dregið dilk á etir sér annar staðar. Hins vegar finnst mér eiginlega að tími flokksins í heildina sé kominn - hann ætti að hætta.

Þrátt fyrir mikið blogg og ferðalög um hina og þessa fjölmiðla virðist uppskera Ómars Ragnarssonar og Íslandshreyfingarinnar ekki mikil. Ómar er kannski ekki mikill stjórnmálamaður en hann er öflugur álitsgjafi þó svo að hann dragi ekki að sér atkvæði. Ég er ekki alltaf sammála Ómari, stundum fer hann með bölvaða vitleysu, en staðfesta hans í umhverfis- og náttúruvernd er aðdáunarverð

Samkvæmt niðurstöðu skoðnakannarinnar liggur þríflokkastjórn vinstri flokkanna í loftinu. Það verður ekki eftirsóknrvert miðað við það sem nú er að gerast í minnihlutastjórninni sem virðist hafa það eitt að markmiði að hreinsa út úr stjórnkerfinu meinta Sjálfstæðismenn.


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband