Frelsandi að kasta snjóbolta - Hvað næst?
17.12.2008 | 22:28
Guðjón Heiðar Valgarðsson, mótmælandi, segir að það hafi verið frelsandi að kasta snjóbolta í andlitið á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, í dag. Svona segir á fréttavefnum Vísi.
Aðsúgur er gerður að þekktum manni. Ef þetta er ekki almennt fordæmt þá er friður rofinn í þjóðfélaginu. Fleiri mun telja þörf á því að frelsð sig með því að veitast að náunga sínum, kannski dugar einhverjum ekki lengur snjókast.
Dópsalann langaði svo til að berja einhvern sem hann taldi skulda sér.
Handrukkarinn réðst inn í hús og lamdi heimamenn með hafnarboltakylfu.
Ísraelskir hermenn eru hvattir til að berja palestínumann, skjóta á þá og jafnvel drepa þessi kvikindi.
Í gömlu Júgóslavíu drápu menn allt í einu nágranna sína af því þeir voru af annarri trú eða öðru þjóðerni.
Í Sádi-Arabíu er það jafnvel kennt að allir sem ekki játa íslam séu villutrúarmenn og því réttdræpir. Morðingjanum er svo lofað laun í þessu og öðru lífi.
Í Þýskalandi nasismans var það áreiðanlega talin frelsun að berja eða drepa gyðing.
Ofbeldið er orðið snar þáttur í lífinu. Meðalmaðurinn er á hverju ári vitni að þúsundum limlestinga og morða í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Afleiðingin er stóraukið ofbeldi á götum borgar og bæja, tilefnislaust eða af gefnu tilefni. Kurteisi er lítils metin, hófsemi er talið óeðli en þeir sem láta hendur skipta eru miklir menn eða konur. Þeim er hampað.
Hvað á maður að hugsa þegar maður les fréttir af handrukkurum, mafíuofbeldi, klíkubardögum og þessari frétt af Guðjóni Heiðari Valgarðssyni og álíka nótum sem finnst það frelsandi að meiða aðra?
Sá sem á óuppgerða sök við einhvern hann kærir eða stefnir fyrir dómstóla. Það er hinn rétti farvegur.
Ég neita því að mannskepnan sé í eðli sínu vond þrátt fyrir að saga mannkyns sé lituð af spillingu og ofbeldi og næstum rituð með rauðu blóði. Hins vegar eru áreiðanlega örlítið brot mann sem koma í veg fyrir að stóri meirihlutinn fái að lifa í friði.
Mómælandi sem fer með ófriði á ekki minn stuðning.
![]() |
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2008 kl. 11:24 | Slóð | Facebook
Sinna þarf fyrst „jólahreingerningum“
17.12.2008 | 17:23
Út frá markaðslegum forsendum er mjög mikilvægt að bankinn slíti sem fyrst af sér öll tengsl við gamla Glitni. Hins vegar er ekki víst að nafnið Íslandsbanki dugi til þar sem það á sér ákveðna forsögu sem ekki er öllum að skapi.
Almannatengsl skipta bankann miklu máli. Nafn Glitnis hefur beðið svo mikinn hnekki að það mun lengi hér eftir tengjast útrás, spillingu, kreppu og öðrum neikvæðum hugtökum. Íslandsbanki hefur nafnið framyfir, flestum hérlendum er afar vel við fyrri hluta þess. Nafni landsins verður ekki breytt og hugsanleg getur bankinn undir hinu nýja nafni fleytt sér áfram erlendis vegna þess að nú er verið að hefja uppbyggingu á nafni Íslands.
Þann djöful hefur þó nýji bankinn að draga að fjölmargir halda því fram að stjórnendur bankans séu hinir sömu og stjórnuðu gamla Glitni. Eini munurinn sé sá að spekingarnir á toppi þess gamla hafa tekið pokann sinn og hinir hækkað um þrep.
Út frá almannatengslum er mikilvægt að bankinn kynni sig sem nýjan banka með vammlausum stjórnendum. Hvernig það er gert má deila um, en að mínu mati er mikilvægast er að hann sýni óyggjandi fram á að þeir sem nú stjórna eigi engan þátt í hruni bankans. Sé það hægt meðá sannfærandi hátt á bankinn framtíð fyrir sér.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá á Nýji Glitnir hugsanlega einn sjéns í viðbót. Komi í ljós eitthvað gruggugt svo ekki sé tekið svo djúpt í árinni að kalla það hneyksli, þá munu Íslendingar snúa baki við bankanum, allir sem einn. Þar af leiðandi er mikilvægast að sinna jólahreingerningunum, og þrífa vel og vandlega.
![]() |
Nýi Glitnir verður Íslandsbanki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skemmtilegir þessir krakkar í VG
17.12.2008 | 09:42
Skemmtilegir þessi krakkar í Vinstri grænum með lopahúfurnar sínar og trefla fyrir andlitum. Ánægjulegt að þau séu ekki hlynt spillingunni.
Samt átta ég mig ekki á því hvað krakkarnir hafa á móti starfsfólki Landsbankans því óneitanlega bitna svona uppákomur mest á því.
![]() |
Ruddust inn í Landsbankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2008 kl. 11:51 | Slóð | Facebook